þriðjudagur, ágúst 08, 2006

Sólon

Sit á Sólon og blogga í miðborginni! Ingólfur að vinna og Hinrik í leikskólanum eftir 5 vikna sumarfrí. Hann var alveg tilbúin að koma aftur og hitta vini sína!

Fórum í útilegu ársins um helgina. Fórum á föstudaginn keyrandi á eðalkerrunni uppí Kjós og tjölduðum stóra fína Tjaldinu okkar sem við vorum að vígja, keyptum það eftir síðustu verslunarmannahelgi og höfum ekki notað það neitt í sumar. Það var rosalega gaman að vera með svona góða aðstöðu og þó það hafi ringt reglulega alla helgina kom það ekki að sök því það þornaði á milli og aðstaðan í tjaldinu var svo helv. fín! Hinrik var í essinu sínu að leika sér úti allan daginn og ég fékk einn fisk í Meðalfellsvatni sem hann lék sér með eins og vin sinn og auðvitað mátti alls ekki grilla hann. Hann samþykkti nú samt að geyma hann í frysti eftir miklar fortölur en hann langaði rosalega til að hafa hann hjá sér í herberginu sínu!

Ég kom nú ekki ósködduð úr ferðalaginu fékk gat á hausinn á laugardaginum þegar ég gekk á opið skottið og dúndraðist í jörðina. Það kom blóð og allt!! Stundum er maður ekki alveg með allt á hreinu og mundi það svo að þetta kom líka fyrir í fyrra þegar við notuðum skottið fyrir eldhús, en þá blæddi ekki. Svona er þetta stundum.

Hlakka mikið til að fara í næsta ferðalag um næstu helgi norður í Eyjafjörðinn þar sem ég ætla að selja nokkrar húfur á markaði á Sunnudeginum á Grísará.

Nú er farið að síga á seinnihluta sumarsins en ég ætla að njóta þess í botn sem eftir er þar sem að í fyrsta skipti í 2. ár sem ég er ekki að vinna eins og geðsjúklingur í ágúst. Skál fyrir því!!

p.s. reyklosunin gengur ágætlega, farin að taka nikótíntyggjóið inn og búin að minka sígaretturnar niður í örfáar á dag!

Engin ummæli: