þriðjudagur, október 03, 2006

Afmælisdrengurinn minnHinrik Leonard er 4. ára í dag! Hann vaknaði hress og kátur og fékk strax pakka frá okkur foreldrunum, talandi Leiftur MacQueen og fjarstýrðan Krók. Ferskt dót frá Ameríku! Hann lék sér í allan morgun og fór svo í leikskólann í nýja pollagallanum frá Ömmu og Afa í Njarðvík. Ætlum að halda uppá afmælið á laugardaginn og þá verður sko mikið fjör!

Fyrir fjórum árum vorum við Ingólfur í miklum ham á fæðingardeildinni og gleymi ég því aldrei þegar ég fékk litla ljóshærða hnoðrann minn í fangið!

Engin ummæli: