mánudagur, október 16, 2006

Raunveruleikinn á mánudegi

Jæja þá er viðburðarríkri helgi lokið og ekki laust við að maður sé svolítið eftir sig eftir tvö afmælisboð, 60 ára afmæli Ármanns og 5 ára afmæli Magneu. En það var virkilega gaman í báðum boðunum og Hinrik auðvitað í essinu sínu með öllum þessum börnum.
Ég hlakka svo til að flytja að það kemst varla annað fyrir í mínum litla huga þessa dagana er ekki enn búin að fá endanlega dagsetningu en geri ráð fyrir að hún sé enn 1. nóvember.
Er enn á fullu að kenna og er það reynsla útaf fyrir sig. Er að reyna að kenna þessum ungu stúlkum að vera frumlegar en það gengur nú alls ekki vel. Þær eru mest í því að herma eftir hvor annarri og mér gengur ekkert að slíta þetta í sundur. Það er eins og allur þeirra frumleiki, ef einhver er, fari í að skipuleggja tónlistar og dansnámið með heimanáminu!! En þetta er nú ekki svo slæmt verð að segja það. Man samt af hverju ég hætti að vinna með unglingum fyrir 9 árum síðan!!!
Veturinn er virkilega komin og fann ég það þegar ég hljóp útí bíl í morgun. Mikið rok var svo á Reykjanesbrautinni og sá ég á einhverju skilti á leiðinni að hitastigið var 1 gráða. Brrrrr.... rennilásinn á úlpunni minni er bilaður og nú verð ég að fara að gera við það og finna góða húfu, og sennilega vettlinga líka. Sem betur fer er Hinrik nú vel búin og getur farið að leika sér úti á leikskólanum í rólegheitunum í hlýjum fötum.
Veturinn bíður svo uppá sjónvarpsgláp... og er nú ótrúlegt hvað er um marga raunveruleikaþætti að velja. Fitubollur, toppmódel, 16 vikna atvinnuviðtöl í ameríku, xfactor í bretlandi, ítalska fræga fólkið á eyðieyju, survivorgengið á annari eyðieyju, ítalskir unglingar í kúrekaleik í Arisóna, brjálaðir kokkanemar í LA, fitubollur í ástralíu og svona mætti lengi telja.. er nú alveg að fá ógeð en fylgist trygg með Toppmódelunum og Læringunum hans Trump, finnst hann svo flottur og klár kall þrátt fyrir hárið! Skemmtilegast fannst mér á föstudaginn að upplifa þátt á Rai Uno. Uppfylling allra drauma. Svo gaman að sjá fátækt fólk fá nýtt hús og ný húsgögn bara af því að þau tóku að sér munaðarlaus börn ættingja sinna! Já það verður nú víst seint tekið af mér að ég er sjónvarpssjúklingur!!!...

Engin ummæli: