föstudagur, október 20, 2006

Pils, húfur og sól

Vikan hefur verið svo yndisleg veðurfarlega séð, þó kuldaboli sé kominn þá er veðrið búið að vera svo ótrúlega fallegt að ferðirnar Reykjanesbrautina hafa verið yndislegar og hafa uppfyllt mig krafti og gleði! Ég hef ekkert kastað upp núna í 2 vikur og finn ég að þreytan sem hefur háð mér alla meðgönguna er á léttu undianhaldi og stundum sit ég bara bein og hress eftir kvöldmatinn!
Barnið vex og dafnar og bumban með. Það vakir mikið á kvöldin og er yndislegt að finna hreyfingarnar, ég byrjaði strax á 16 viku að finna þær og er það mánuði fyrr en með Hinrik. Sem er alveg yndislegt!
Námskeiðið er langt komið og er ég búin að finna aftur gleðina við að kenna. Það er svo gaman þegar við byrjum að skapa og eru stelpurnar allar að koma til. Fyrsta keppnin (af þremur) er í kvöld og verður gaman að sjá hver ber sigur úr bítum.
Pilsapantanir eru farnar að hlaðast inn og nú verð ég að fara að spýta í lófana og framleiða svolítið. Hlakka nú svo til að komast í eigin íbúð og geta skipulagt vinnusvæði og byrjað að sauma eitthvað af ráði. Reyndar eru pantanir á húfum líka að hlaðast upp og verð ég hreinlega að gera eitthvað í þessum saumamálum.
Ég sit núna á Prikinu sem er orðin minn samastaður á morgnana þegar ég kem í miðborgina, í dag er greinilega föstudagur þar sem nú undir hádegi eru unglingarnir farnir að streyma að og kaupa sér bjór!!??
Verð að segja eina skemmtilega sögu af syni mínum svona í lokin. Þeir feðgar voru á heimleið um daginn og benti þá faðirinn syninum á sólina og sagði "Sjáðu Hinrik minn, núna er sólin að setjast"! Hinrik horfði á gula hnöttinn hugsi og sagði svo; "Er þá sólin með rass pabbi?"
Góða helgi

Engin ummæli: