mánudagur, október 09, 2006

Afmæliskakan og veislan

Leiftur MacQueen kakan sem ég bakaði fyrir Hinrik !
Hluti af veisluborðinu
Það var rosalega gaman í afmælinu og sérstaklega gaman fyrir okkur að fá loksins að halda uppá afmælið í svona stóru húsnæði. Fullorðna fólkið gat verið algerlega útaf fyrir sig meðan börnin léku sér.
Hinrik var svo glaður og ánægður og fékk fullt af fallegum gjöfum.
Hann spurði strax um kvöldið hvernig við myndum hafa 5 ára afmælið og hvort við gætum ekki bara haldið uppá það fljótlega. Það er svo ótrúlegt þegar börnin okkar eru að vaxa hvað hvert ár skiptir máli í þroska!
Til ykkar sem mættuð! Takk fyrir drenginn og okkur.

Engin ummæli: