þriðjudagur, október 17, 2006

Metro og Esjan


Hræðilegt lestarslys varð í morgun í Róm. Tvær neðanjarðarlestir skullu saman á milli Termini og Piazza Vittorio. Þetta er lestarleiðin mín og er myndin hér til hliðar tekin við Piazza Vittorio. Ítalskir fjölmiðlar segja að 2 séu látnir og allavega 20 alvarlega slasaðir. Fyrir ári síðan var ég með hóp af íslendingum á þessu svæði, hótelið mitt var við Piazza Vittorio. Við Ingó áttum heima rétt hjá Piazza Vittorio. Hræðilegar fréttir.

Annars er mánudagsdrunginn farinn úr mér. Enda komin þriðjudagur. Sit á Prikinu með minn venjulega espressobolla og sódavatn. Fer að kenna seinni partinn. Esjan er svo falleg í dag svona snævidrifin. Sólin kom upp meðan við keyrðum Reykjanesbrautina og náttúran svo yndislega ósnert.
Hlakka til að takast á við daginn.
Það er góð tilfinning.

Engin ummæli: