fimmtudagur, október 12, 2006

Bloggidíblogg

Ég er mikið búin að vera að skoða hinu ýmsu bloggsíður síðustu daga og hef verið að velta fyrir mér tilgangi þessa bloggs míns... skilst að margir bloggarar gangi í gegnum þessa krísu, ég er nú búin að blogga í 2 ár... byrjaði 15 október 2004 og á bloggið mitt því afmæli á sunnudaginn! Ég hef gert mér grein fyrir því að mitt blogg er ekki mjög pólitískt þó ég sé nú frekar pólitísk manneskja (hef verið að breytast síðustu ár) ég er heldur ekki með margar umdeilanlegar færslur eins og til dæmis gamli vinnufélagi minn Davíð Þór , eða Kastljósmaðurinn Simmi sem skrifar ótrúlega fyndnar færslur og persónulegar. En ég skrifa til að fá útrás, skrifa fyrir vini og kunningja og svo nýlega til að fá viðbrögð við væntanlegri skáldsögu sem ég er að föndra við á meðgöngunni. Áður þurfti ég að passa hvað ég segði því ég var starfsmaður Óperunnar en núna þegar ég er hætt þar þá gæti ég svo sem farið að skrifa gagnrýni á óperuna og hvað mér finnst um hana... og það gæti orðið spennandi í framtíðinni. En ég veit ekki hvað ég á að gera með þetta blogg á næstu mánuðum, mér finnst gaman að skrifa svona einstaka hluti um mig og mína fjölskyldu, það sem ég er að föndra og það sem mér finnst spennandi. Ég skrifa til að leyfa fólki að fylgjast með, gamlir vinnufélagar og vinir sem voru hluti af mínu daglega lífi fylgjast með og ég með þeim, eins og Arnar og Villi . Hvað finnst ykkur? Finnst ykkur að ég ætti að fara að vera pólitískari og meira gagnrýnin í mínu bloggi eða er þetta bara fínt eins og þetta er?

Engin ummæli: