mánudagur, október 23, 2006

Stutt...

Var gubbulaus í 2 vikur sléttar.... kastaði svo mikið upp á föstudaginn að ég varð óvinnufær það sem eftir var dags...

Fórum í skírn á sunnudaginn, yngsti drengurinn hans Helga og Bryndísar fékk fallega nafnið Kári Freyr.. Hinrik misskildi aðeins "Kirkjuvörðinn" (prestinn) og heyrði Kári Tveir... fannst það svolítið skrítið en búið er að leiðrétta þann misskilning.

Og nú er komin mánudagur aftur. Eftir slétta viku er "stóri sónarinn" og vonandi lætur barnið sjá hvors kyns það er.

Engin ummæli: