miðvikudagur, janúar 19, 2011

þriðjudagur, janúar 18, 2011

Undursamleg náttúrufegurð

 Stundum setur mann hljóðan.
 Lífið er svo skrítið og stutt.
 Svona var útsýnið út um gluggann á mötuneytinu í vinnunni í dag.



 Og svona speglaðist matsalurinn í rúðunni.
Ævintýralegt.


 Ecco il panarama al mio lavoro stamane.. la vita é cosí strana e corta, bisogna viverlo vivendo.. ogni attimo!

mánudagur, janúar 17, 2011

Felix Helgi

Felix Helgi er 3 ára.. 
verður 4 ára þann 15 mars... 
hann elskar að láta taka myndir af sér 
og er flottast að ulla á myndunum... 
hér kemur sería af honum sem tekin var í gær!









Felix Helgi ha 3 anni... 
compia 4 il 15 marzo... 
ama farsi fotografare 
e preferisce che la lingua sia fuori!  
Ecco le foto che sono state prese ieri.

laugardagur, janúar 15, 2011

Laugardagskvöld á Burknavöllum

 Yndislegt laugardagskvöld í faðmi fjölskyldunnar.... með Pandoro á kantinum.....
 Yndisleg ítölsk jólakaka...
 Svo pizza með ruccolu, hráskinku og parmesan osti mmmmm
 Svo saumaði ég nokkrar hjálmhúfur

Date night... út og borða og Faust

 Við hjónin fórum á stúfana í gærkveldi og áttum "Date night" fengum Erlu Guðný flottustu barnapíuna til að passa strákana okkar og brunuðum á dásamlega Tían.. 
leyndarmálið á Grensásveginum 
 Þar er svo gott að borða og gott verð og sorglega vorum við einu gestirnir þarna kl 20.40.  
Um 21.30 vorum við mætt í Borgaleikhúsið til að sjá Faust, 
Auður móðursystir mín gaf okkur gjafakort og við vorum full tilhlökkunnar að sjá Vesturportarana í Faust

 Við hittum fullt af fólki fyrir sýninguna og settumst svo á 15. bekk sæti 35 og 36, 
stórkostlegur staður og eftir langa fjarveru frá leikhúsi fann ég fiðrildi í maganum.  
Hef ekki komið í Borgarleikhúsið síðan 16. júní 2006, 
þá var ég á Grímunni af því að Ingó minn var tilnefndur, 
það var líka dagurinn sem ég hætti í Óperunni.
 Sýningin byrjaði hægt, var svolítið eins og Hollywood mynd.. 
hæg og bítandi... 
3 mínútum eftir að sýningin byrjaði komu hjón á okkar aldri inn og settust í sæti 33 og 34.. 
kannaðist við hann úr FG... 
hann sofnaði strax, og ég benti Ingó á það og kímdi...
 Svo magnaðist sýningin... 
eitthvað rosalegt var að fara að gerast... 
og því miður líka við hliðina á mér.... 
um leið og allt aksjónið hófst á sviðinu vaknaði sessunautur minn af værum blundi og ældi fram fyrir sig, yfir skóna mína og leggings og notaði svo trefilinn sinn til að gubba meira og stóð svo upp og tróðst fram hjá okkur og út.  
Konan hans var skelfingu lostin... 
vorkenndi henni svakalega... 
og hún stóð ekki upp fyrr en uþb 10-15 min seinna og fór út.  
Fnykurinn var skelfilegur, ég var með klút sem ég þurfti að halda fyrir vitum mínum næsta klukkutímann... 
og lyktin var hrikaleg allan tímann...
hún barst yfir allt leikhúsið og frændfólk mitt á bekk 11 var að spá í þessari gubbufýlu sem allt í einu fór að finnast.
 Þegar hléið loksins kom sáum við stóran poll af gubbi 
og hvursu illa leiknir skórnir mínir nýju og fallegu voru... 
starfsfólk Borgaleikhússins stóð sig rosalega vel í hléi 
og hreinsaði allt upp... 
hléið var aðeins lengra fyrir vikið...
ég fékk tusku og gat þrifið skóna mína en smá keimur var í loftinu eftir hlé... 
gubbulykt!!
Sýningin var æðisleg... 
en því er ekki að neita að gubbið eyðilagði svolítið fyrir mér!!  
Held að skórnir séu samt í lagi...
það kemur í ljós þegar þeir þorna.

fimmtudagur, janúar 13, 2011

Skemmtilegar föndursíður

Ég hef voðagaman að því að skoða föndursíður á netinu... ætla að setja hér inn smá póst með úrvali af skemmtilegum síðum.


http://www.whatimade.com/


http://www.skiptomylou.org/

http://www.embroidery.rocksea.org/

http://www.ohfransson.com/oh_fransson/

http://www.vanessachristenson.com/


http://www.greenfairyquilts.com/

http://craftingagreenworld.com/
   þetta er eitthvað sem gaman er að
skoða... sérstaklega fyrir mömmu sem er svo endurvinnsluþenkjandi:)

http://pepperpaints.com/
http://www.craftbits.com/craft-project-categories


http://www.designmom.com/
þessi finnst mér alltaf voða skemmtileg...

http://www.soulemama.com/
og þessi er í algjöru uppáhaldi

http://www.handmadenews.org/home/index.php
þessi er endalaus

http://prettylittlethings.typepad.com/
 þessi er alltaf voðasæt

http://www.quiltcetera.com/
http://www.purlbee.com/


http://www.modishblog.com/
þessi er æðisleg

http://www.leethal.net/zine/
var að finna þessa lofar góðu:)

http://missfancypants.typepad.com/

http://www.inspiringmama.blogspot.com/

http://www.ymib.com/

http://www.pinkolive.ca/jordynnmackenzie/patterns/index.html

http://howaboutorange.blogspot.com/

http://www.oneprettything.com/

http://www.makegrowgather.com/

http://henriettashandbags.com/index.html

http://www.sweetsassafras.org/

http://www.craftstylish.com/


miðvikudagur, janúar 12, 2011

Vinnan / Il lavoro

Flottu spangirnar úr Fjölsmiðjunni

 Sollý er fyrirsætan mín
 Alltaf nóg að gera í vinnunni!

 Hinrik Leonard fór á þrettándagleði í gær, kom heim með kyndil:) sætastur!
 Hinrik Leonard é tornato a casa dalla festa islandese della befana col torcio... bello mio bimbo!
Bílinn okkar bilaði á fimmtudaginn... elsku Júlía okkar (bíllinn heitir Júlía sko!) 
Það á eftir að úrskurða hana látna... en við erum búin að vera á strætó síðan, hér er Felix Helgi í strætó á leið í kringluna!
 La nostra macchina é rotta... 
abbiamo dovuto prendere l´autobus
gl´ultimi giorni.. 
Ecco Felix Helgi... il grande attore!

mánudagur, janúar 10, 2011

Samhjól á sunnudegi.. le cicliste hanno bisogno di cappelletti!

 Sunnudagur og ég vöknuð fyrir alla aldir til að sýna  hjólabrjálæðingum húfur:)
 Ég segi brjálæðingar því þeir voru farnir af stað um níuleitið og hjóluðu 2 klst hring.....
"Hjólað var upp Krísuvíkurveginn inn Bláfjallaafleggjarann og malarstíg meðfram Helgafelli inn að Kaldárseli.
Síðan var hjólað inn í Heiðmörk meðfram Vífilstaðarhlíð og gegnum Garðabæ og að Strandgötu að Ásvallalaug"

 Við Hinrik Leonard nutum þess að sýna og selja hjálmhúfurnar mínar og mikið var gaman að heyra hvursu vel þær hafa reynst þessum hjólahetjum!
Faccio cappeletti che vanno molto bene sotto i caschi.. sia per quelli che vanno in bici o moto o a cavallo... domenica sono andata a presentare le mie cose agli ciclisti.. ecco le foto:)

laugardagur, janúar 08, 2011

Fjölskyldan

 Felix Helgi 2 ára
 Ingólfur 2 ára
 Hildur 2 ára
Hinrik Leonard 2 ára

Felix Helgi fyrirsæta



Felix Helgi var fyrirsæta fyrir mig í kvöld... var að sérsauma eina húfu og hann auðvitað tók hlutverkið mjög alvarlega eins og sést á myndunum!