fimmtudagur, nóvember 16, 2006

20 gráður

Það er gert ráð fyrir rúmlega 20 stiga hita í Róm á morgun. Smá skúrir gætu orðið á laugardagseftirmiðdag þegar Tom og Katie ætla að gifta sig. En svo ætti að birta til aftur og sólin ætti að láta sjá sig á sunnudag og mánudag.
Ég vona að ég sjái ekki Tom og Katie... ég vona að þau trufli ekki gönguferðina um Róm á laugardaginn en hótelið þeirra er við Spánartröppurnar og þangað er för minni heitið á laugardaginn og aftur á mánudaginn.
Ég veit ekki hvaða yfirhöfn ég á að taka með mér. Kannski er leðurjakkinn of heitur. Það verður skrítið að vera ólétt í Róm...
Heyri í ykkur á miðvikudaginn.

Engin ummæli: