mánudagur, nóvember 13, 2006

MM, Góði Hirðirinn og Fimleikaafmæli

Miðstöðinn verður lokað 23. nóvember. Á miðvikudaginn fæ ég að vita hvert ég verð send:( Ég er svo yfir mig óhamingjusöm með þetta og vil helst ekki hugsa meira um þetta fyrr en á miðvikudaginn. Kolbrún Halldórs er samt enn að vinna í þessum málum og ætlar að reyna að fara að heimsækja MM og sjá hvað er í gangi þar.

Erum búin að gefa um það bil 15 kassa í Góða Hirðinn. Ekki hægt að segja annað en að við styrkjum góð málefni. Annað eins hefur farið í Sorpu og er það Minimalisminn sem ræður ríkjum á okkar heimili þessa dagana.

Fannst rosagaman að sjá snjóinn um helgina! Missti samt af afmæli þar sem við erum enn á heilsárdekkjum og ég treysti mér ekki til að keyra. Við Hinrik fórum svo í frábært afmæli í gær þar sem Krissi vinur hans og jafnaldri bauð til fimleikaafmælis sem haldið var í fimleikasal Gerplu í Kópavogi. Ótrúlega skemmtilegt og Hinrik í essinu sínu!

Engin ummæli: