mánudagur, nóvember 06, 2006

Sandur..

Mánudagsmorgun og bráðum verður komin vika á nýja staðnum. Það er yndislegt að vera komin aftur í Hafnarfjörð, óveðrið fór algerlega framhjá okkur erum greinilega í skjóli fyrir þessari vindátt!

Ég á ógeðslega mikið drasl! Ég henti svo miklu þegar ég pakkaði í maí en er að henda enn fleiri hlutum núna. Búin að sitja við kassa og poka og kveðja hluti. Opnaði ferðatösku fulla af fötum í gær og skildi ekki af hverju ég var ekki búin að henda því sem í henni var. Hún var full af fötum frá Ítalíu... hvernig mér hefur einhverntíma dottið í hug að ég myndi einhverntíma fara aftur í stærð 38 er óskiljanlegt!! Og hvað þá í plast buxur og þunna þrönga netapeysu? Ég get ekki einu sinni gefið þessi föt í rauðakrossinn því að tískan 1999 samanstóð af ótrúlega hallærislegum fötum úr gerfiefnum...
Það er algerlega ný upplifun að vera í glænýju húsi. Og öll heimilistækin eru líka glæný... verstur er sandurinn sem berst inn því ekki er enn búið að malbika planið. Það stendur nú samt til bóta og þá hættir ryksugan að vera í overdrivei!
Í kvöld ætlar Ingó að setja upp hillurnar okkar og þá tekur stuttan tíma að tæma restina af kössunum.
Verst er að vera ekki nettengd, það tekur nokkrar vikur að fá símann tengdan og nú erum við að reyna að ákveða hvert við eigum að fara í áskrift. Þangað til fer ég á kaffihús til að skoða póstinn minn. Og blogga!

Gubbið mitt heldur áfram, verst er að gubba þegar ég vakna því þá kemur bara gall og kviðurnar eru miklar og öfgafullar... litli drengurinn er kraftmikill og hress og vakir mikið og sparkar og spriklar. Hress gutti hann Golli Junior.

Engin ummæli: