föstudagur, nóvember 10, 2006

Miðstöðvarmálið, Kolbrún Halldórs og Róm

Jæja þá er komin framvinda í Miðstöðvarmálið. Af þeim alþingiskonum sem ég hafði samband við svöruðu tvær. Ásta R. Jóhannesdóttir sendi mér ræðu sem hún flutti á Alþingi í vikunni og Kolbrún Halldórsdóttir sendi mér persónulegt bréf þar sem hún bað um meiri upplýsingar og ætlar að vinna í málinu. Ég er svoooo ánægð með hana og þið munuð fá að fylgjast með framvindu hér á blogginu mínu!

Annars er helgin framundan og vika þar til ég bregð mér af bæ.. ætla að skreppa í 5 daga til Rómar að vinna júhúúúúú.

Góða helgi krúttin mín.

Engin ummæli: