Jæja þá er ég alveg að lenda. Það er laugardagur og við á leiðinni í Julefokost hjá fjölskyldunni minni. Hefð sem hefur haldið sér síðustu fimm ár allavegana. Hittumst öll systkynin og mamma og Ármann og borðum saman mat með dönsku ívafi. Ég hef undanfarin ár komið með frikkadellur en mínar eru með ítölsku ívafi...
Verkefnin hlaðast inn og ég hlakka til að takast á við desember. Ingó er að frumsýna á miðvikudaginn skemmtilega sýningu sem heitir Konur í lífi Mozarts. Sýnt verður tvisvar sinnum í Iðnó. Þannig að það er heilmikið að gera hjá honum núna.
Mikið hefur verið um húfupantanir og nú er ég að fara á allavegana tvo staði í næstu viku að sýna og selja húfur. Komin með fína vinnuaðstöðu hér á Drekavöllunum. Og byrja að framleiða á morgun.....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli