miðvikudagur, nóvember 29, 2006
Guli bíllinn
Síðan ég kom heim frá Róm hef ég mikið ferðast í strætó. Ingó og Hinrik fara á morgnana með strætó til vinnu og skóla og ég hef svo verið að útrétta á gula bílnum líka. Ingó er að frumsýna í kvöld þannig að ég hef þurft að sækja Hinrik. Sagt er að 25% strætóbílstjóra séu Pólverjar. Ég held hins vegar að það sé nærri 75% í Hafnarfirði. Þetta eru geðgóðir menn, voða almennilegir en tala litla sem enga íslensku og keyra eins og brjálaðingar hehehe. Ég man eftir brjáluðum bílstjórum í æsku, samanber velvakandabréf sem ég skrifaði þegar ég var 11 ára og þurfti að fá pappír um það frá bænum að ég væri ekki orðin 12. Ég átti engin önnur skilríki enda tíðkaðist ekki þá að vera með debetkort... og strætóbílstjórar vildu láta mig borga fullorðinsgjald sem kom þá á við 12 ára aldur. En núna sem sagt ferðast ég kasólétt með einn fjögurra ára í gula bílnum og fæ aldeilis að finna fyrir því. Hinrik sofnar yfirleitt í Kópavogi og þá þarf ég að hafa mig alla við að halda honum í sætinu (ef hann fær sæti) og halda mér og mínum pinklum í fanginu því ferðin í beygjum sérstaklega er svo mikil. Ég hef alltaf þjáðst mikið af bílveiki og í dag verð ég bílveik bara á því að horfa á Gula bílinn nálgast. Ég vona að Ingó nái að gera við bílinn okkar núna á morgun!!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli