fimmtudagur, janúar 11, 2007

Barnaland

Við höfum verið með síðu á barnalandi fyrir Hinrik síðan hann fæddist. Að meðaltali koma um 10 manns inná hana á dag. Í gær tók ég eftir óvenjulegum hreyfingum, yfir 250 manns höfðu skoðað hana í gær og þegar nánar var að gáð sást að þetta fólk var frá Bandaríkjunum og Evrópu.. við hjónin tókum þá ákvörðun að læsa myndasíðunum því ég hef heyrt alls kyns draugasögur um barnanýðinga sem skoða myndir af börnum í baði og svoleiðis, ég hef nú passað mig hingað til að vera ekki að setja inn myndir af syni mínum allsberum en var reyndar ekkert mikið að hugsa um það svona í síðustu skipti sem ég setti inn myndir. Það eru leiðbeiningar á forsíðunni hvað lykilorðið er og er það mjög auðvelt enda ekki hugmyndin að það sé erfitt að skoða myndir fyrir þá sem okkur þekkja.

Ég er enn með svolitla ónotatilfinningu í maganum útaf þessu. Við búum náttúrulega í svo úrkynjuðum heimi, þar sem annar hver sjónvarpsþáttur fjallar um óeðli og ónáttúru og maður er orðin svo ónæmur fyrir öllu þessu ógeði. (Þetta var kennslustund í orðum sem byrja á Ó!)

Annars fór ég í mæðraskoðun í gær, fer í aukasónar 31. janúar og þá fáum við að sjá aftur litla typpalinginn og getum slegið á allar kjaftasögur um að drengurinn sé í raun stúlka!! Bumban þykir svo stelpuleg! Ég er enn að grennast og hef misst 1. kíló í viðbót yfir jólahátíðina en barnið vex eðlilega og dafnar.

4 ummæli:

BbulgroZ sagði...

Ussussusss!!!!

ekki gott mál þarna á ferðinni!!

Eins gott að læsa þessu bara frá upphafi hm...

Nafnlaus sagði...

Það er að læðast að mér grunur um að bumbubúinn gæti verið stúlka!
hvað segir þín tilfining?

Hildurina sagði...

Góð spurning, finnst það ólíklegt miðað við 20 vikna sónar en hver veit!

Nafnlaus sagði...

Já nákvæmlega...hver veit..