fimmtudagur, janúar 25, 2007

Rósa, Rósa og Gríma

Heima í dag með lítin lasarus, sem er nú ótrúlega hress og eins og við segjum á ítölsku, locoroico.. talar og talar. Hann er svo yndislegur hann Hinrik minn, er að ræða alls kyns mál við mig og minnið hans er ótrúlegt. Það er líka svo sætt hvað hann er skírmæltur en orð eins og Gull og Kall eru borin fram GUGGL OG KAGGL! Hann var með tæplega 40 stiga hita í gær en held að hann sé hitaminni núna, ætla að mæla hann á eftir og fara svo kannski með hann á rúntinn svona til að hanga ekki inni í allan dag.

Fann æskuvinkonu í bloggheimum í gær, Rósa Rut var vinkona mín þegar ég bjó á Akureyri 1978 - 1980, hún býr nú í París og er ég búin að vera að sökkvar mér í bloggið hennar núna í morgun.

Rósa vinkona mín í Köben byrjaði svo að blogga í gær þannig að núna hef ég nóg að lesa í bloggheimum og rosa gaman að því!

Er að leggja lokahönd á vettlinga handa Ingó sem eru með tveimur þumlum, svona eins og í gamla daga. Ingó langaði svo í svoleiðis svo ég skellti mér í prjónahönnun og sýnist útkoman frekar fín!

Fyrir 7 vikum týndist kisudóttir Sollu vinkonu, hún slapp frá flugvallastarfsmönnum á leið til Akureyra í pössun... hún fannst í gær!! Hrakin í skerjafirðinum, búin að lifa af frost og snjó og áramót! Þetta eru góðar fréttir af henni Grímu litlu.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir að koma í dag, þú varst að bjarga mér feitt!!!
Ertu að tala um Rósu Erlings. sem var að byrja að blogga!? EF svo er þá máttu láta mig vita slóðina á hana..

Nafnlaus sagði...

Djókkkkkkk sá svo að þú varst búin að setja hana í tenglar, var bara ekki búin að athuga það.