sunnudagur, janúar 21, 2007

Júrótrash

Júróvísjónpartí í gærkveldi með familíunni! Voru þetta virkilega hluti af bestu lögunum??? Og hvað er í gangi með þá sem komust áfram? Við kusum ekki enda horfðum við á Ruv+ en Hinrik var hrifnastur af Snorra Idol og mér fannst söngurinn hjá Heiðu bestur, og Matta reyndar líka en BRÍET SUNNA? Og SJONNI BRINK? Bríet var svo fölsk að ég hafði ekki undan að lækka í sjónvarpinu þegar brot úr lögunum komu á skjáinn. Ég verð að virðurkenna að ég er orðin spennt fyrir næstu helgi, hvaða hörmung verður dregin fram þá og hver kemst áfram???

2 ummæli:

Katrín Úlfarsdóttir sagði...

Hér var líka horft á Júróvisjón en okkur fannst niðurstaðan nokkuð eftir bókinni. Það var bara ekkert lag sem kallaði á mann því miður. Við bíðum spennt eftir næsta laugardegi. (Það getur ekki versnað) :)

Hildurina sagði...

Alveg rétt Kata, ég krossa fingurna!