Reyndi að blogga í gær og í fyrradag en lenti í vandræðum með að tengja mig inn á blogspottið.... ekki það að mér lægi mikið á hjarta... bara þetta venjulega... fór í sykurþolspróf í morgun, þurfti að fasta frá klukkan 10 í gærkveldi og það var frekar erfitt. Var svo þyrst. Þurfti svo að drekka sykurleðju og bíða í tvo tíma meðan reglulega var tekið blóð úr mér.. ógeðslegt. Þetta eyðilagði algerlega daginn hjá mér því ég eyddi restinni af deginum í uppköst og ógleði. Er orðin aftur þreytt á gubbuveseninu.
Keypti mér garn í dag og er byrjuð að prjóna. Bara það að segja að ég hafi keypt mér garn fær mig til að skammast mín því ég á fulla kassa af garni.... en það er bara eitthvað við það að kaupa nýtt garn og byrja á nýjum hlut sem..."gives me the thrills"!! Er að prjóna ungbarnapeysu og ef hún verður flott ætla ég að gera alveg eins peysu á Hinrik.
Og nú er helgin komin... planið fyrir helgina er að taka til og þrífa og njóta þess að vera heima með ekkert planað nema það að vera heima!
2 ummæli:
Maður getur alltaf á sig blómum bætt (þ.e.a.s. garni). Haltu áfram að prjóna og láta þér líða vel.
p.s.
Ég gat ekki betur séð á jólakortinu að ófæddi drengurinn ætlaði að koma í heiminn á afmælisdaginn minn :) :)
Kata frænka
Jú Kata mín það passar annars fæ ég að vita það endanlega á miðvikudaginn kemur, það er svona þegar maður fer í keisara þá er hægt að plana svona fyrirfram! Ekki slæmur dagur það!
Knús
Skrifa ummæli