sunnudagur, janúar 07, 2007

janúar febrúar...

jæja jóladótið farið niður og nú má janúar taka við! Ætla samt að halda nokkrum seríum svona fram á vor yfir versta skammdegið.

Annars elska ég janúar og febrúar, eitthvað svo kósí mánuðir...

Hinrik uppgötvaði í gær að stafirnir í sjónvarpinu væru íslenskur texti, fannst voðaspennó að láta pabba sinn lesa upp fyrir sig hvað þeir væru að segja í sjónvarpinu. Myndin var Hot Chick og um leið og Ingó fór að lesa fyrir hann fóru persónurnar að tala um kynlíf, kynkulda ofl.. heheheh ég hló mig máttlausa meðan Ingó bjó til einhvern texta um kaffi og kökur!

Það gengur vel að prjóna, byrjaði á peysu á Hinrik því að hann vildi vera fyrstur, finnst samt svo leiðinlegt að prjóna ermar með sokkaprjónum. Læt mig samt hafa það.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Kvittíkvitt fyrir innlitið! :)

Nafnlaus sagði...

Þú ert sko að standa þig elskan..
Hafðu það rosa gott. Hlakka til að hitta þig, sem ég vona að það vera fljótlega.