laugardagur, janúar 06, 2007

Tenórtrobble

Miður laugardagur og ég búin að ryksuga alla íbúðina og skúra líka, búin að þvo 4 þvottavélar og er á leiðinni að taka niður jóladótið.. Ingó fór með einkasonin í bíó og ég fór hamförum á meðan með Il Divo á fullri fart.. hef aldrei búið í blokk áður og vona að ég sé ekki að æra nágrannana það er bara svo gott að hlusta á tenóra hátt!

Hef tekið ákvörðun um að taka jóladótið ekki niður fyrr en á morgun! Strákarnir komnir heim og Ingó komin í Playstation og Hinrik á leiðinni að leika með honum.

Engin ummæli: