föstudagur, janúar 26, 2007

Hlaupabóla, brúðubíllinn ofl

Svona sofnaði sonur minn í gær, faðmaði Steina sinn og hvarf á vit draumanna. Hann er með Hlaupabólu! Bólurnar byrjuðu að birtast um miðjan dag og eru enn að koma fram. Það þýðir um það bil vika heima.... glöð að það sé að koma helgi svo ég sé ekki ein með hann allan daginn, aðallega hans vegna! Nú situr hann í morgunsárið með kakómjólk í bolla og skellihlær... máttur auglýsinganna er mikill og í gær horfði hann á Bubba Byggir sem var með auglýsingu í byrjun af myndbandi með Brúðubílnum, hann vildi endilega fá að sjá hana svo ég fór í bókasafnið og fékk hana á leigu, ég fæ ekkert út úr henni en ég er ekki markhóp! Hinrik hlær og hlær og syngur með öllum góðu gömlu íslensku lögunum, ekkert annað en gott að segja um það!



Hér eru svo vettlingarnir sem ég kláraði, aldur 2-3 ára.


Hér eru svo vettlingar eiginmannsins, með tveimur þumalputtum eins og í gamla daga.

Dagurinn í dag bíður svo uppá endalaust myndbanda og dvd gláp hjá syninum, þvott og frágang hjá móðurinni, þarf að ákveða hvað ég prjóna næst... klára að sauma 6 húfur sem eru í pöntun, einar grifflur, bera krem á bólur, vafra á netinu, taka kjúklingabringur úr frysti fyrir kvöldið, kjafta í símann..... já og örugglega eitthvað fleira óspennandi!

1 ummæli:

BbulgroZ sagði...

Fyrir utan hlaupabólu þá virkar þetta spennandi fyrir mig, sitja heima og láta sér leiðast : ), betra en að vera í vinnunni.

En flottir vetlingar!!