Ég rakti peysuna upp, prjónaði húfu og Hinrik fór með hana í leikskólann í morgun rosalega glaður, hún er blá með hvítum röndum, Hinrik vill fá aðra græna á morgun!
Í dag er planið að sauma og sauma, ég ætla að reyna að auka lagerinn á húfunum, ef þið þekkið fólk sem vinnur á leikskólum hafið samband því ég vil selja eins mikið af húfum núna í janúar eins og mögulegt er.
Mér líður eins og barnið vilji brjótast út úr bumbunni þessa dagana, helst uppi hægra megin, hann mjakar sér og sparkar með svona þrýstispörkum, það er frekar skemmtileg upplifun en líka sársaukafull. Er orðin slöpp í bakinu, gamlir vöðvabólguhnútar að gera vart við sig. Margrét mín kom til mín í gær með æðislega olíu sem ég nú maka á hnútana í gríð og erg.
Barnið er núna um 1,3 kíló og 27 cm að lengd, er komin 30 vikur, fyndið með annað barn þá man maður ekki alveg hvað maður er komin langt! Þarf reglulega að tékka á ljosmodir.is til að sjá hvað ég er komin.
Ein góð uppskrift að lokum, þegar þið eldið pasta eldið svolítið rúmlega, notið svo afganginn daginn eftir í dásamlega omulettu, bætið bara nokkrum hrærðum eggjum við og steikið við meðalhita á pönnu báðum megin eða setjið í eldfast mót í ofn og ost ofaná. Stórkostleg nýting á afgöngum og ekki slæmt til að spara! Og bragðið er þannig að þú trúir ekki að þetta sé sama pastað og kvöldið áður.
2 ummæli:
Þakka eldunar sem og meðgönguupplýsingar : )
Gúggíllí húbbíllí!
Bara að smella línu til að láta þig vita að ég tékka reglulega á þér og hugsa þeim mun oftar til þín og bumbunnar.
Eyddum áramótum í Flórens,Arezzo og Figline. Varð ekki sjaldan hugsað til ykkar hjónanna :)
Hafðu það gott elsku Hildur mín.
kv.Gísli Magna
Skrifa ummæli