mánudagur, janúar 15, 2007

Felix

Árið 1985 söng ég í Galtalæk með Túnfiskunum, glæsilegur sönghópur úr unglingadeild Öldutúnsskóla sem gerði það gott með plötuútgáfu og framkomu á ýmsum skemmtunum og samkomum. Aðrir sem komu fram voru meðal annara Greifarnir, þeir spiluðu í stóru tjaldi á föstudagskvöldinu og ég ung og óhörnuð 14 ára stúlka horfði með aðdáun á Felix og dýrkaði hann. Árið 2007 sé ég sama blikið í augum sonar míns, hann dýrkar Felix Bergsson og Gunni og Felix eru reglulega á fóninum og í DVD spilaranum.
Hinrik hitti Felix í jólaþorpinu, hann bað um óskalag og bauð honum í kaffi.
Ég er enn hrifin af Felix og ef til er góð fyrirmynd þá er það hann!

1 ummæli:

BbulgroZ sagði...

Iiiii, það er nú ekkert!!! Ég vann einu sinni með Felix!!!!

En annars hefði ég viljað vera þarna í Galtalæk um árið og sjá Túnfiskana, það hefur ekki verið lélegur sönghópuar þar, þið hafið rutt brautina fyrir Nylon ofl...