miðvikudagur, janúar 03, 2007

Leðurstígvél

Ég á ótrúlega sæta vinkonu sem ég fór að heimsækja í dag. Hún heitir Erla Perla. Ég fór inn í ljótu Ecco skónum mínum og kom út með fulla poka af fötum og í flottum brúnum leðurstígvélum, ég fór til Jóns Gests og Ástu til að kaupa skóáburð og JG pússaði stígvélin þannig að þau eru eins og ný!

Það er yndisleg tilfinning að vita ekki hvaða föt maður eigi að velja á morgun, ég hef val um ótrúlega marga flotta kjóla, jakka og pils, eitt er víst að ég verð í brjálæðislega flottum stígvélum á morgun!

Næsta skref er að láta klippa mig og reyna að plokka á mér augabrúnirnar, þá verð ég flottasta ólétta gellan á svæðinu!

Hehehehe

2 ummæli:

BbulgroZ sagði...

Þetta var náttúrulega aldrei spurning Hildur ; )

Nafnlaus sagði...

Gaman að heyra hvað þú ert sæl og glöð..Það er gaman að geta glatt góðan vin....Njóttu vel elskan..