föstudagur, janúar 19, 2007

Vettlingar og veikindi

Annar dagurinn heima með Hinrik veikan, fór með hann til læknis og ekkert alvarlegt að bara kvef. Gaman að fara á nýju heilsugæsluna okkar og engin bið, hringdi seint í gær og fékk tíma í dag, hef barasta ekki lent í því fyrr!

Ég var einhverntíma búin að lofa hér að birta myndir af Jólagjöfinni í ár, er hér er um að ræða fínar flísgrifflur með útsaumi með meiru.... skoðið sýnishornið:

Og hér eru frægu vettlingarnir á Hinrik, rosalega fínir og sætir! Held að vandmálið við vöntun á sjálfstrausti mínu við vettlingaprjón hafi verið það hvað mér fannst leiðinlegt að prjóna með 5 prjónum (sokkaprjónum) en núna þegar ég er komin af stað halda mér engin bönd og nú er ég að prjóna sokka á Hinrik.
Bið ykkur sérstaklega að taka eftir kúlunni sem speglast í borðinu, en það er bumban mín, tók myndina ofan frá á glerborðstofuborðinu okkar og kom svona skemmtilega út!
1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

En flott-krúttileg kúla sem speglast þarna....