Hvaða dagur er í dag?
Jú ég held það sé þriðjudagur, ég er að verða tímalaus. Núna þegar ég þarf ekkert að fara til læknis í vikunni, ekkert til ljósmóður og ekkert liggur fyrir annað en að vinna heima og framleiða þá verð ég algerlega út að aka. Það sem heldur mér í dögunum er sjónvarpsdagskráin! En ég er búin að sjá svo marga þætti fyrirfram að það er varla hægt að treysta á að muna dagana út frá dagskránni!
Við Hinrik horfðum á Handboltann í gær, rosalega skemmtilegt. Ingó var ekki heima og við Hinrik gengum frá eftir matinn og hlustuðum á sjónvarpið. Hinrik var svo duglegur að ganga frá og raða í uppþvottavél og vaska upp. Upprennandi hjálparhella þar á ferðinni!
Ég sakna Gettu Betur útsendinganna í útvarpinu, fannst rosagott að hlusta á keppnina meðan ég gekk frá eftir matinn! En handboltinn getur jafnvel komið aðeins þar inn í staðinn.
Prjónaskapurinn gengur vel, verst með bakið á mér sem er alveg að drepa mig á kvöldin, þannig að ég verð að skella mér í heitt bað til að mýkja mig upp.
2 ummæli:
Illt er að vera illt í bakinu, það get ég vottað.
En handboltinn góður, allavega á móti Frökkum ; )
Þú ert svo dugleg elskan....
Skrifa ummæli