sunnudagur, janúar 14, 2007

Þýðingar

Strákarnir mínir hafa verið duglegir að vera í tölvunni síðustu daga þannig að ég hef lítið bloggað, hellti mér í lestur afþreyingarbókmennta, byrjaði á Mary Higgins Clark, Heima er engu öðru líkt, Þýðandi: Gissur Ó. Erlingsson. Ég hef ekki mikið verið að lesa bækur á íslensku síðustu árin, hef mest lesið á ensku svo þegar ég byrjaði á þessari fannst mér hún ótrúlega óþjál og setningar mjög skrítnar en ég ákvað að það væri bara ég sem væri að komast inní íslenskt bókmenntamálfar (!? jákvæð gella) svo byrjaði ballið fyrir alvöru og síðustu kaflana skemmti ég mér við að lesa upphátt fyrir Ingó því þýðingin var fáránleg
Dæmi, Barnapían er kölluð Barngæslan! "Hann borgaði barngæslunni og keyrði henni heim"!
svo á blaðsíðu 246, kemur þetta:
"Bara ein spurning," sagði Paul Walsh. "Númer hvað er farsíminn þinn, Miss Carpenter?"
Heheheh þetta er alveg ótrúlegt, og þó Mary Higgins Clark teljist seint til mikilla rithöfunda þá er nú lágmark að þýða söguna almennilega, eða hvað? Það er eins og þýðandinn hafi látið tölvuforrit þýða fyrir sig bókina og gleymt svo að leiðrétta, í síðustu köflunum er barngæslan reyndar orðin barnapía þannig að eitthvað hefur verið leiðrétt. Og eftir að hafa gúgglað þýðandanum sýnist mér hann vera mjög reyndur í sínu starfi!

Annars er sunnudageftirmiðdagur, strákarnir farnir á Ronju Ræningjadóttur og ég heima að tjilla. Prjónaði flotta húfu í gær á Hinrik og ætla núna að setja flís inní hana svo hann geti verið með hana, ullin stingur svo segir hann og ég get ekki annað en sýnt honum samúð þar sem ég man hvað ég þjáðist í ullarnærbolum og ullarpilsum í minni æsku.

1 ummæli:

Katrín Úlfarsdóttir sagði...

Prófaðu bara að lesa þýddar barna- og sérstaklega unglingabækur. Þar rekst maður oft á undarlega orðanotkun. Ég er búin að gera nokkrar atlögur að Eragon til dæmis.