mánudagur, janúar 22, 2007
Kompás
Ég settist niður í gærkveldi til að horfa á Kompás, eftir uþb 10 minútur ruglaðist þátturinn, svo ég beið þar til í dag og var að horfa á hann á netinu, óruglaðan auðvitað, í opinni dagskrá á veftv af hverju ruglar Stöð 2 þáttinn og sýnir hann svo öllum strax á eftir?? Stórfurðulegt mál. Ég verð nú að segja að ég er hálf miður mín eftir að hafa horft á þáttinn. Og svo verður víst meira í næstu viku. Það er eins gott að maður byrji bara strax að ala upp börnin sín í hræðslu við kynferðisafbrotamenn, án þess að gera þau paranoiuð! Ótrúlegur heimur sem maður býr í svo ekki sé meira sagt!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Annað sem er hálf fyndið eiginlega að ísland í bítið er óruglað klukkan 7 á morgnana en klukkan 10 þá er þátturinn endursýndur og búið að rugla hann :) Var að flakka um á sölusíðum af barnalandi og fann þetta: http://barnaland.is/barn/56703/album/451804/img/20070122011016_0.jpg
....æ þú verður víst að fletta í gegnum þessar myndir þangað til þú sérð eitthvað sem þú kannast við :D
heheeh ótrúlega fyndið! Ég held ég hafi saumað þessar á tvíbura einhverntíma! Gaman að þessu
Skrifa ummæli