mánudagur, janúar 01, 2007

Nýársdagur 2007

Í jólaboði heima hjá Helga bróður á annan í jólum


Gamlárskvöld á Hverfisgötunni hjá Jóni Gesti og Ástu

Undirbúningur fyrir Áramótaveislu


Jólaball á þriðja í jólum hjá Frímúrurum í Hafnarfirði

Síðasti dagur formlegs hátíðarfrís, ekki það að ég þurfi að hafa áhyggjur af því að mæta í vinnu á morgun en Hinrik þarf í leikskólann og Ingó í vinnuna.
Ég ætla að fara að sauma drengjaföt á litla drenginn í bumbunni og hlakka mikið til að gera eitthvað spennandi. Ég ætla líka að framleiða svolítið af grifflum en þær voru jólagjöfin í ár. Grifflur úr flísi með útsaumi sem tekur svolítið langan tíma en er svo gaman að dunda við yfir sjónvarpinu.
Þegar ég lít yfir síðasta ár þá læðist að mér sú hugsun að ég vil ekki flytja aftur á þessu ári! Ég hlakka til að eyða næstu árum hér á Drekavöllunum!

Í dag ætla ég hins vegar að vera í náttfötunum í allan dag, borða afganga og horfa á sjónvarpið, ekki slæm tilhugsun það!
Gleðilegt ár




2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gleðilegt ár elskurnar.
Nú fer ég að kíkja á ykkur.Hafið þið það gott.

Carmenrúllurnar klikka ekki sko!!

Nafnlaus sagði...

Ofsa gaman að fá þig í dag!!
þú ert ávalt velkomin..