miðvikudagur, janúar 17, 2007

VeTTTlingar

Miðvikudagur og ekkert liggur fyrir í dag annað en að vera heima og reyna að láta mér batna. Búin að vera ansi slöpp uppá síðkastið og í læknastússi.

Ég komst að því í vikunni að ég GET prjónað vettlinga, veit ekki af hverju en ég var viss um að ég gæti það ekki það væri svo erfitt en núna með einn 4. ára tappa þá var vettlingaleysið farið að há honum svo mikið og alltaf er hann að týna einum og einum svo ég skellti mér í prjónaskapinn. Og voilá, ekkert mál, byrjaði á því að prjóna einlita, var náttúrulega með of stóra prjóna og vettlingarnir urðu svolítið "feitir", svo af því að þeir voru einlitir þá var erfitt að mæla stærðina á vettling númer tvö þannig að þeir voru ekki alveg jafn stórir, en Hinrik er ánægður og hægt er að nota þá! Nú hef ég ákveðið að prjóna alltaf röndótta eða munstraða til að auðvelt sé að gera þá alveg eins!

Nú eru 8 vikur í fæðingu og finnst mér eins og ég ætti kannski að fara að undirbúa eitthvað!? Ef einhver á vagn til að lána mér væri það vel þegið, einnig ungbarnaföt ef einhver á á lager, svo væri ekki verra ef einhver ætti vöggu á hjólum.. nóg í bili endilega kommentið ef ykkur "vantar" að lána mér eitthvað!!

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæhæ, ég er með fulla ferðatösku af ungbarnafötum meðal annars sem þú átt sjálf og hefur lánað mér fyrir mína stráka :) Þarf að fá heimilisfang til að senda, hugsa að ég sendi hana bara með pósti. Drekavellir hvað? Svo er ég með vögguna hennar mömmu sem er á hjólum, erum að gera upp rimlarúm svo vaggan verður laus innan tíðar :)

Hildurina sagði...

Við erum á Drekavöllum 20 en Ingó þarf að koma norður til þín og svo verður Gísli Pétur alltaf á ferðini núna í hverri viku þannig að þú þarft ekkert að senda með pósti.
Verðum í sambandi dúllan mín

Nafnlaus sagði...

Ég get mixað eitthvað fyrir þig elskan..
Stefni á að koma til þín í næstu viku...
Annars ert þú alltaf velkomin í kaffi!