fimmtudagur, febrúar 15, 2007

101

Fór í miðborgina í dag, varð vitni af manni sem gekk berseksgang í strætó, bílstjórinn var með skelfingarsvip og fólk reyndi að komast út úr vagninum. Maðurinn staldraði ekki lengi við inni í vagninum en þegar hann kom út lokaði bílstjórinn hurðunum og maðurinn byrjaði að ráðast á vagninn sjálfan! Þetta fékk mig til að hugsa um hvað miðbærinn hefur breyst á síðustu árum. Ég bjó í 5 ár í 101 og leið vel í 4. Síðasta árið var orðið mun meira um ofbeldi og var rúðan í hurðinni okkar brotin tvisvar á mánaðartímabili. Þó ég sakni þess að búa í hringiðunni og geta skroppið í bókabúð ofl sent að kveldi þá kann ég ágætlega við að vera orðin úthverfakona!

Engin ummæli: