mánudagur, febrúar 12, 2007

Bafta

Kom mér vel fyrir fyrir framan imbann í gær til að horfa á Bafta verðlaunin, það var útsending á Rúv en ekki bein.. nokkrum klukkutímum á eftir rauntíma. Þulur var Kvikmyndagagnrýnandi Rásar 2 sem ég man ekki hvað heitir. Ég helt ég myndi tapa mér!! Maðurinn malaði stöðugt inná útsendinguna, endurtók nöfn kvikmynda og kvikmyndaleikara og eyðilagði brandara þeirra sem kynntu og verðlaunahafa, með því að kjafta eitthvað sem engu máli skipti. Mér var nóg boðið þegar kynnt var hvaða tónlist var tilnefnd sem tónlist ársins.. og hann malaði og malaði og maður heyrði ekki tónlistina sem var að keppa. Það sem verra var að það sem hann sagði var endurtekning og endurtekning og endurtekning... alltaf sömu hlutirnir og svo gjörsamlega taktlaust... Myndin The Departed var með nokkra mismunandi titla á íslensku osfrv. Ég skil vel að sumir vilji hafa þul á svona útsendingu, en að þulurinn geti ekki haldið kjafti þegar fólk er að þakka fyrir sig það skil ég ekki.
Endaði með því að slökkva á Rúv og horfa á Ugly Betty.. snilldarþættir!

2 ummæli:

BbulgroZ sagði...

Já þetta er vand með farið. Og þarna er greinilega maður sem hefur mikið vit á kvikmyndum en kann illa að vera þulur á svona hátíðum...málið er líka það að flestir Íslendingar kunna vel enskuna sína svo svona þulur þarf einungis að segja lítilega frá því hvað kemur næst og hver er hvað, búið, þarf ekki að vera einhver þýðandi og þulur!!

Hildurina sagði...

Já og ég hugsaði að þar sem þetta var svo seint, að þá hafi sennilega allt gamla fólkið sem ekki talar ensku verið farið að sofa!! hehe