föstudagur, febrúar 02, 2007

Rauðar neglur

Komin er upp sú ótrúlega staða að mig langar í sund! Það hefur barasta aldrei gerst! En núna var ég að lesa bloggið hans Hemma bró (sjá tengil hér til hliðar) og ég fussa og sveija!! Það er sem sagt "Raðkúkari" í suðurbæjarlauginni í Hafnarfirði og ég er viss um að starfsmenn laugarinnar hafa bara hreinsað kúkinn en ekki tæmt laugina og sett nýtt vatn! Laugin hefur nú hingað til verið þekkt fyrir allt annað en hreinlæti og núna er ég alvarlega að spá í að fara með strákunum mínum í sund einhversstaðar annarsstaðar, jafnvel á Álftanesi. Hmmm...

Ég er sem sagt að drepast í bakinu og verð að fara að gera eitthvað í því. Hugsa að sundferð, pottar og nokkrar ferðir gætu mýkt mig eitthvað upp.

Er annars búin að vera að pæjast mikið síðustu dagana, fer í pils á morgnana og í stígvélin og út á lífið hehehe Var í gær í pilsi sem ég saumaði á mig fyrir ári síðan, passaði þá í mittið, í dag passar það undir bumbuna yfir mjaðmirnar og það finnst mér gaman.
Svo er ég komin með voðaflottar langar neglur sem ég málaði rauðar í gær, og horfði svo lengi á. Hef ekki verið með langar neglur í mörg ár, ástæðan!? Vinnan, gat ekki safnað þar sem ég var alltaf að drullumalla eitthvað í Óperunni! Þar sem ég sit og dáist af nöglunum hugsa ég um hvað líf mitt en einfalt þessa dagana, að hafa tíma til að dást að rauðum nöglum!? Get varla flokkað mig sem húsmóður með svona langar neglur... því ef ég væri alltaf að þrífa og taka til þá myndu þær brotna ekki satt?? Bara að spá!

Sorglegt hvað er að gerast í Mosfellsbæ, þessi vegur sem verið er að gera er alveg við Handverkstæðið Ásgarð, Strákarnir þar geta ekki unnið við svona mikin hávaða sem umferð hefði í för með sér, ég grét með Bryndísi þegar ég sá fréttina.

Spennt að sjá hvað Margrét Sverris gerir, var svo glöð þegar hún sagði sig úr flokknum, grét yfir þeirri frétt.
Hef ekkert grátið samt yfir handboltanum, sem er gott, hormónarnir beinast í aðrar áttir þessa meðgönguna.

Nú bíða mín eldhúsgardínur sem þarf að sauma, og svo umferðin ætla að sækja strákana mína í föstudagstraffíkinni!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ.
Kíki alltaf við hérna reglulega. Gaman að fylgjast með óléttunni :). Frábært að sjá hvað þú lítur ROSALEGA vel út - ferð þér mjög vel að vera ólétt. Verður greinilega ennþá meiri skutla þegar litli typpalingurinn er kominn í heiminn hihi.
Knúsar frá mér.
Elín