laugardagur, febrúar 10, 2007

Stikkorð

Fór á frumsýningu í Óperunni í gær. Svo mörg voru þau orð!

Áttaði mig á því á fimmtudaginn hvursu háð netinu ég er. Lesa blöðin og bloggin. Var netlaus í einn og hálfan sólarhring og það fór barasta á sálina á mér.

Hef verið að fylgjast með fréttum af dauða Önnu Nicole Smith. Þvílíkur fjölmiðlasirkus. En svona er það víst þegar miljarðar eiga í hlut.

Rósa vinkona bloggaði rosagóðan pistil um Mæðravernd! Hvet ykkur til að lesa hann tengill hér til hægri "Rósin mín".

Gunna Lára vinkona mín byrjuð að blogga líka, rosa skemmtilegt blogg, flottar myndir, tengill hér til hægri!

Einar Berg litli frændi er hér í heimsókn, Hinrik og Einar sitja nú saman í Lazyboy stólnum og horfa á Spiderman. Sætir frændur!

Blogg í stikkorðum í dag!

Engin ummæli: