sunnudagur, febrúar 18, 2007

Eiríkur

Þá er Júróvisjón partíinu lokið á Drekavöllum og meðan við Ingó svitnuðum við að sjá hver varð í öðru sæti og kviðum því að Jónsi myndi vinna hoppaði Hinrik af kæti. Þegar tilkynnt var svo að Eiríkur hefði unnið öskruðum hjónin við eins og við mark í landsleik. Þvílík gleði, þó við hefðum viljað fá Heiðu meðal þriggja efstu þá sættum við okkur við þessi úrslit svo lengi sem Eiríkur vann!

Hinrik var ekki eins glaður, hann hentist úr sófanum, sparkaði í stólinn sinn og fór inn í eldhús að gráta! Greyið mitt litla var ekki glaður, hann hélt með Jónsa, Friðriki og Bríeti Sunnu (því hún er ljóshærð, hans orð!) Hann var ekki sáttur og við þurftum að róa hann niður og knúsa og dreifa huganum! Hehehe
Er samt að hugsa núna um norræna þáttinn sem Eiríkur er búin að vera í fyrir okkar hönd síðustu ár... verður hann áfram eða hvað!?
Alltaf gaman að Júróvisjón

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Flottur kallinn, fáum örugglega 12 stig frá öllum nágrönnunum hehe. Vona að hann verði í þættinum áfram, það er nú svoddan grín og heja norðurlöndin hvort eð er að ég trúi ekki öðru en hann verði þar.

Nafnlaus sagði...

Ég fygldist með og er mjög sátt við valið. Mér sýndist vinur minn vera pínu svekktur en svona er þetta bara. Áfram Eiríkur !!

Nafnlaus sagði...

Ég fygldist með og er mjög sátt við valið. Mér sýndist vinur minn vera pínu svekktur en svona er þetta bara. Áfram Eiríkur !!

Katrín Úlfarsdóttir sagði...

Eiríkur er flottur og ég hlakka til í maí.