miðvikudagur, febrúar 07, 2007

1997

Fyrir 10 árum tæplega flutti ég til Ítalíu, ég þurfti að fara í ítölskupróf í ágúst sem ég náði þannig að skólinn byrjaði ekki fyrr en í október (þurfti ekki að fara í ítölskunám). Þessa rúmlega 2. mánuði áður en skólinn byrjaði, hafði ég ekki mikið fyrir stafni annað en að ferðast svolítið og horfa á sjónvarpið, Díana dó á þessum tíma og svo móðir Teresa. Fréttatímar í stóra landinu Ítalíu einkenndust af glæpum og morðum og umferðarslysum. Ég hringdi í mömmu eitthvað döpur og hún benti mér á að hætta að horfa á fréttirnar! Það var gott ráð því andlega heilsan fór strax uppávið þegar ég hætti að horfa á þessar hörmungarfréttir.
Ég skrifa þetta vegna þess að nú er ég að byrja að finna fyrir sömu einkennum hér heima. Fréttir og fréttatengdir þættir einkennast af hryllingssögum af kynferðislegum misnotkunum og ofbeldi á börnum. Ég er ekki að segja að hætta eigi að flytja fréttir af þessum málum, alls ekki, en kannski ætti maður bara að horfa á annan hvorn Kastljósþátt, og láta kannski Kompás bara vera í bili.. Held að ég horfi bara á Americas Next Top Model í kvöld og sleppi Kastljósi alveg, litli bumbubúinn og hormónarnir mínir þola barasta ekki meiri hörmungar!

Engin ummæli: