þriðjudagur, febrúar 20, 2007

Svínafiskar,hestavog

Ár svínsins gengið í garð og Fiskamerkið komin í tunglin.. ég er bæði. Og það merkilega er að Ingó er líka bæði.. og ófæddur sonur okkar verður bæði líka. Aumingja Hinrik sem er Vog og Hestur! Einn á móti Svínafiskunum! Annars finnst mér voðagaman að pæla í stjörnuspeki og þá aðallega fiskunum, þó ég sé ekki að trúa blint á þessi fræði eru oft skemmtilegar tilvitnanir sem passa við mann! Mér fannst merkilegt þegar vinkona mín fór að tala um manninn sinn Vogina og ég sá Hinrik fyrir mér! Hann er mikil vog og það sem hefur bjargað honum síðustu mánuði er Úllen dúllen doff... hann á svo erfitt með að velja og þá úllar hann bara... mjólk eða vatn með matnum.. úllum það!
Smá stjörnumerkjapæling á Sprengidag!

4 ummæli:

BbulgroZ sagði...

Á ári svínssins viðrar víst mjög vel til barneigna, það sá ég allavegana einhversstaðar.

imyndum sagði...

... svínsárið í ár er víst ár gullsvínsins sem er víst sjalgjæft, einungis á 60 ára fresti. Börn sem fædd eru á ári gull svínsins hafa víst meiri möguleika en önnur að takast vel í lífinu. Inga systir, sem er orðin kennari í Flensborg er ófrísk líka. Þetta verða gullsnáðar ;)

Hildurina sagði...

Já var búin að heyra þetta um Gull svínin! Hvað er Inga að kenna í Flensborg??

imyndum sagði...

Hún er að kenna landafræði, (er landfræðingur) og lífsleikni. Þetta á vel við hana og henni líður mjög vel í Flensborg.