Fór í BT í Hafnarfirði í gær til að kaupa Playstation leik handa Hinriki. Talaði við afgreiðslumann þar um leiki fyrir algeran byrjanda. Sagði honum hvað Hinrik væri gamall, og hann byrjaði að sýna mér leiki sem voru fyrir 12 ára og eldri! Ég sagði við hann að mér litist nú ekkert á það að vera að kaupa leik fyrir hann sem væri bannaður! Og hann horfði á mig eins og ég væri ein af þessum "hallærislegu" mömmum sem leyfa börnunum sínum ekki neitt.
"Það er ekkert blóð í þessum leik" sagði hann hneykslaður. Ég sagði "Ok, en hann er ekki fyrir 12 ára og yngri, sonur minn er 4 ára og hefur aldrei spilað Playstation leik!" "Ég meina þessar merkingar eru ekki bara um að þetta séu blóðleikir" hélt hann áfram, "Þó hann sé bara 4 ára þá getur hann alveg, kannski, jafnvel spilað þennan leik það er smá bardagi en ekkert blóð!"
HÁLFVITI! Hljómaði í hausnum á mér, á starfsfólk ekki að fylgja lögum? Hvað er eiginlega í gangi? Ég endaði með því að kaupa Bílamyndaleikinn sem er fyrir 3 ára og eldri og dettur ekki í hug að láta son minn spila leiki sem hann ræður ekkert við og eru ofbeldisfullir og hana nú! Stend við þetta á kostnað þess að hljóma HALLÆRISLEG!
sunnudagur, desember 31, 2006
Áramótakveðjur
Gleðileg áramót allir saman!
Hlakkar til að hitta ykkur á nýju ári og setti þessar myndir í tilefni þess sem gerast mun í lífi okkar litlu familíunnar í mars.
Girly Myspace Layouts
Girly Myspace Layouts
Hlakkar til að hitta ykkur á nýju ári og setti þessar myndir í tilefni þess sem gerast mun í lífi okkar litlu familíunnar í mars.
Girly Myspace Layouts
Girly Myspace Layouts
laugardagur, desember 30, 2006
Áramótin nálgast.
Næst síðasti dagur ársins og mikið hafa þessi jól verið yndisleg. Erum öll búin að snúa sólarhringnum við og Hinrik vaknar ekki fyrr en um ellefu og reynir þá að koma foreldrunum fram úr rúminu. Finnst samt hrikalegt að allt sé búið annan janúar. Mætti vera einn svona aukadagur til að jafna sig á átinu.
Ingólfur fékk playstation2 frá mér í jólagjöf. Hann er að setja upp tölvuna núna og á ég ekki von á að sjá hann mikið fyrr en á nýju ári!
Á morgun verðum við í faðmi fjölskyldunnar á Hverfisgötunni og hlakka ég mikið til að sjá áramótin sprengd inn.
Er ekkert rosaspennt fyrir áramótaskaupinu nema því að sjá hann Gísla Pétur bróður hann er í nokkrum atriðum.
Og svo nýja árið... spennandi! Veit ekkert hvað ég geri þegar fæðingarorlof verður búið en veit að fullt af nýjum tækifærum munu opnast!
Ég skrifaði Alcan og spurði út í Bó... fékk strax svar frá upplýsingafulltrúa þeirra og diskurinn var sendur með hraði til mín! Veit ekki hvort ég opni hann en kannski gef ég vinum í útlöndum!
Ingólfur fékk playstation2 frá mér í jólagjöf. Hann er að setja upp tölvuna núna og á ég ekki von á að sjá hann mikið fyrr en á nýju ári!
Á morgun verðum við í faðmi fjölskyldunnar á Hverfisgötunni og hlakka ég mikið til að sjá áramótin sprengd inn.
Er ekkert rosaspennt fyrir áramótaskaupinu nema því að sjá hann Gísla Pétur bróður hann er í nokkrum atriðum.
Og svo nýja árið... spennandi! Veit ekkert hvað ég geri þegar fæðingarorlof verður búið en veit að fullt af nýjum tækifærum munu opnast!
Ég skrifaði Alcan og spurði út í Bó... fékk strax svar frá upplýsingafulltrúa þeirra og diskurinn var sendur með hraði til mín! Veit ekki hvort ég opni hann en kannski gef ég vinum í útlöndum!
fimmtudagur, desember 28, 2006
Bó og Alcan
Þó ég búi á Völlunum í Hafnarfirði sér Alcan sér ekki hag í því að gefa mér Bó diskinn. Ég hefði nú haldið að ég væri ein af þeim sem þeir sæu helst hag sinn í að múta. En hver veit kannski kemur Bó inn um lúguna hjá mér á morgun.
Talað er um að kosningar eigi að fara fram hér hjá Hafnfirðingum á næstunni... ég leyfi mér að fullyrða að hvernig sem kosningarnar fari þá mun álverið stækka.
Hananú
Talað er um að kosningar eigi að fara fram hér hjá Hafnfirðingum á næstunni... ég leyfi mér að fullyrða að hvernig sem kosningarnar fari þá mun álverið stækka.
Hananú
þriðjudagur, desember 26, 2006
miðvikudagur, desember 20, 2006
Jólaknús og kossar
Júhú... búin að skrifa jólakortin, kaupa allar gjafir nema 2 og er á leið út að kaupa jólaskó á prinsinn á heimilinu.
Það er svo gaman á aðventunni, en maður verður að passa sig á því sem maður tekur að sér. Á ekki alltaf að vera að segja já og vera svo að kafna af því að hlutirnir eru svo erfiðir eða taka of langan tíma! Verð að muna þetta!
Búin að vera að sauma í allan dag. Það verður gaman að setja myndir hér inn af jólagjöfinni í ár en má ekki gera það fyrr en eftir aðfangadag.
Jólaknús og kossar!
Það er svo gaman á aðventunni, en maður verður að passa sig á því sem maður tekur að sér. Á ekki alltaf að vera að segja já og vera svo að kafna af því að hlutirnir eru svo erfiðir eða taka of langan tíma! Verð að muna þetta!
Búin að vera að sauma í allan dag. Það verður gaman að setja myndir hér inn af jólagjöfinni í ár en má ekki gera það fyrr en eftir aðfangadag.
Jólaknús og kossar!
mánudagur, desember 18, 2006
Mánudagur
Vaknaði seint í dag.. hálf ellefu og kastaði upp. Mátti ekkert vera að því var heppinn að ná á klósettið. Ekki gaman :(
Ætla að vera heima í dag að sauma jólagjafir. Minna en vika til jóla og mér finnst gott að vera ekki að vinna á þessum tíma. Í fyrra var ég á fullu í Óperunni og líka í búðinni, var fínn tími en ég er glöð að vera ekki í því núna.
Jólaþorpið var tvíbent um helgina. Ógeðslega kallt á laugardaginn og sumir sögðu að það væri 10 stiga frost! Mér var svo kallt að ég hélt ég myndi frjósa. Ingó tók við afgreiðslunni og ég fór til Steinu, Villi kom svo með kraftgalla af Agnesi og þau hjónakorn björguðu lífi mínu. Í gær var svo jólaveður. Hitastig við frostmark og snjókorn féllu ljúflega til jarðar. Ákvað að leggja þessa mynd á minnið þar sem ekki er gert ráð fyrir meira jólaveðri fyrir jól. Fólk var í jólagjafaskapi og verslun gekk vel.
Jæja ef Guð lofar næ ég að klára jólakortin í dag líka.
Ætla að vera heima í dag að sauma jólagjafir. Minna en vika til jóla og mér finnst gott að vera ekki að vinna á þessum tíma. Í fyrra var ég á fullu í Óperunni og líka í búðinni, var fínn tími en ég er glöð að vera ekki í því núna.
Jólaþorpið var tvíbent um helgina. Ógeðslega kallt á laugardaginn og sumir sögðu að það væri 10 stiga frost! Mér var svo kallt að ég hélt ég myndi frjósa. Ingó tók við afgreiðslunni og ég fór til Steinu, Villi kom svo með kraftgalla af Agnesi og þau hjónakorn björguðu lífi mínu. Í gær var svo jólaveður. Hitastig við frostmark og snjókorn féllu ljúflega til jarðar. Ákvað að leggja þessa mynd á minnið þar sem ekki er gert ráð fyrir meira jólaveðri fyrir jól. Fólk var í jólagjafaskapi og verslun gekk vel.
Jæja ef Guð lofar næ ég að klára jólakortin í dag líka.
laugardagur, desember 16, 2006
Jólabað
Jæja kæru vinir. Nú er ég komin 26 vikur á leið og festist í fyrsta skipti í baðinu! Sem betur fer var maðurinn minn heima til að rétta mér hjálparhönd. Annars gengur meðgangan vel, held áfram að léttast en barnið dafnar vel.
Nú á saumaskapurinn hug minn allann og er ég með fullt af nýjum húfum í Jólaþorpinu um helgina. Birna hans Hemma er með mér og bjóðum við uppá heitt Súkkulaði á 100 kr. bollann og kanilsnúð með á 50 kall. Frábær skemmtidagskrá verður um helgina og rosalega gaman að koma í svolítið jólaþorp til að koma sér í jólaskap. Húfurnar mínar og þæfðu hlutirnir hennar Birnu ættu svo að vera nóg aðdráttarafl útaf fyrir sig.
Ikea... hef heitið því að fara ekki aftur í Ikea fyrir jól.. helst ekkert aftur fyrr en í mars/apríl... mæli samt með hangikétinu hjá þeim... 590 krónur skammturinn og braggðast afbragggðsvel!!
Nú á saumaskapurinn hug minn allann og er ég með fullt af nýjum húfum í Jólaþorpinu um helgina. Birna hans Hemma er með mér og bjóðum við uppá heitt Súkkulaði á 100 kr. bollann og kanilsnúð með á 50 kall. Frábær skemmtidagskrá verður um helgina og rosalega gaman að koma í svolítið jólaþorp til að koma sér í jólaskap. Húfurnar mínar og þæfðu hlutirnir hennar Birnu ættu svo að vera nóg aðdráttarafl útaf fyrir sig.
Ikea... hef heitið því að fara ekki aftur í Ikea fyrir jól.. helst ekkert aftur fyrr en í mars/apríl... mæli samt með hangikétinu hjá þeim... 590 krónur skammturinn og braggðast afbragggðsvel!!
föstudagur, desember 15, 2006
Hvítur sófi
Framhald... sófinn minn sem einu sinni var blár.. er nú alveg skjannahvítur... keypti nýtt áklæði í dag. Nú eigum við alveg glænýjan sófa. Hinriki hefur verið stranglega bannað að borða í honum.. en ég hugsa að ég liti hann eftir jól. Einn fjögurra ára og nýfætt ungabarn og hvítur sófi.. jafna sem ekki gengur upp.
Er að sauma og sauma og sauma.. verð með fullt af nýjum húfum í JÓLAÞORPINU Í HAFNARFIRÐI UM HELGINA MILLI 12 OG 18.. LAU OG SUN. Endilega komið og kaupið af mér húfu!!
Er að sauma og sauma og sauma.. verð með fullt af nýjum húfum í JÓLAÞORPINU Í HAFNARFIRÐI UM HELGINA MILLI 12 OG 18.. LAU OG SUN. Endilega komið og kaupið af mér húfu!!
fimmtudagur, desember 14, 2006
Ikea framhald
Sófinn komin í hús, fengum líka nýja púða.. nú þarf bara nýtt áklæði og þá er sófinn alveg alveg nýr! Júhú fyrir Ikea
þriðjudagur, desember 12, 2006
Ikea
Matsmaður kom frá Ikea í gær vegna brotna sófans, hann hringdi svo í dag og sagði mér að Ikea léti okkur fá nýjan sófa, hönnunargalli var á nokkrum stykkjum sem framleidd voru á þeim tíma sem við keyptum okkar... þannig að á morgun eða hinn fáum við nýjan sófa. Því miður ekki aðra gerð heldur bara grindina en það er betra en ekki neitt! Verð að hrósa Ikea fyrir þetta en finnst náttúrulega helst að þeir hefðu átt að láta okkur fá annan sófa, miklu dýrari til dæmis tungusófa!
hehhehe
hehhehe
mánudagur, desember 11, 2006
Örnin
Hallgrímsson komin til Íslands, horfði spennt í kvöld. Árni Pétur sló í gegn, frábær leikur hjá honum og virkilega framúrskarandi frammistaða. En hvað er þetta með Arnar Jóns og Margréti Vilhjálms...? Leikur þeirra var virkilega vondur, minnti mig á lélega ítalska seríu á Rai tre... ótrúlegt að þau skuli hafa verið valin í þessi hlutverk, ok Margrét var í algeru aukahlutverki en Arnar skipti máli og var hræðilegur. Hulda Björk Garðarsdóttir "Nágranninn" sló hins vegar í gegn!
Síðasti þáttur á sunnudaginn kemur, var búin að horfa á smá af honum á dr1 en hætti svo því ég skildi dönskuna ekki nógu vel... fannst þó flott í þeim þætti þegar Hallgrímsson fór í Ameríska sendiráðið... takið eftir því!
Síðasti þáttur á sunnudaginn kemur, var búin að horfa á smá af honum á dr1 en hætti svo því ég skildi dönskuna ekki nógu vel... fannst þó flott í þeim þætti þegar Hallgrímsson fór í Ameríska sendiráðið... takið eftir því!
sunnudagur, desember 10, 2006
Fréttablaðið og Sara Mjöll
Ég fylltist gleði í morgun þegar sonur minn gekk með Fréttablaðið inn í þvottahús til mín! Þvílík gleði að fá loksins blað. Síðan við fluttum hingað hefur útburður á fríblaðinu Fréttablaðinu verið svona happa og glappa, að meðaltali 2 blöð í viku. "Blaðið" sést ekki og ekki er ég áskrifandi af Morgunblaðinu. Ég var að hugsa um það í gærkveldi þegar ég horfði á Spaugstofuna að ég er dottin út úr svo mörgu þegar ég get ekki lesið blaðið á morgnana. Reyni auðvitað að hlusta og horfa á RÚV fréttir en oft missi ég af þeim. Merkilegt að meiri metnaður sé ekki settur í að bera út blöðin í þessi nýju hverfi þar sem mörg þúsund manns búa.
Fór í þriggja ára afmælið hans Benedikts með Hinrik í gær. Það var rosalega gaman að hitta gamla vini og kunningja. Klara æskuvinkona mín var í afmælinu með Söru Mjöll dóttur sína sem er tveimur dögum eldri en Hinrik. Við vorum skrifaðar með tveggja daga millibili 18 og 20 september og gengum báðar tvær vikur fram yfir Sara Mjöll kom 1. okt og Hinrik 3. okt. Þau hafa alltaf verið mjög samtaka í þroska og náðu vel saman, í bílnum á leiðinni heim flugu prumpubrandararnir og þau veltust um af hlátri yfir eigin húmor.
Um kvöldið spurði ég Hinrik hver væri fallegasta konan sem hann þekkti... hann svaraði auðvitað "Þú"!! Svo spurði ég hver væri sætasta stelpan og hann svaraði "Sara Mjöll" hehehe rómans í loftinu.
Fór í þriggja ára afmælið hans Benedikts með Hinrik í gær. Það var rosalega gaman að hitta gamla vini og kunningja. Klara æskuvinkona mín var í afmælinu með Söru Mjöll dóttur sína sem er tveimur dögum eldri en Hinrik. Við vorum skrifaðar með tveggja daga millibili 18 og 20 september og gengum báðar tvær vikur fram yfir Sara Mjöll kom 1. okt og Hinrik 3. okt. Þau hafa alltaf verið mjög samtaka í þroska og náðu vel saman, í bílnum á leiðinni heim flugu prumpubrandararnir og þau veltust um af hlátri yfir eigin húmor.
Um kvöldið spurði ég Hinrik hver væri fallegasta konan sem hann þekkti... hann svaraði auðvitað "Þú"!! Svo spurði ég hver væri sætasta stelpan og hann svaraði "Sara Mjöll" hehehe rómans í loftinu.
laugardagur, desember 09, 2006
Stripplarar
Komin 9. desember og jólaskapið er að taka völdin. Við fjölskyldan fórum í Ikea í gær og keyptum gardínur. Komumst nefninlega að því eftir að 6 vikna búsetu hér á Drekavöllum 20 að það sést í gegnum gardínurnar í stofunni og eldhúsinu!! Erum nú í rólegheitum að fara yfir aðgerðir okkar, hvort við höfum mikið verið að stripplast í stofunni?!... Höldum ekki en vitum þá að the show is over now fyrir Drekavelli 22!
Hildur saumakona straujaði svo upp alla falda.. nennti ekki ekki að sauma... þvílík leti!
Jóladótið er komið út á gólf og í dag, eftir ferð uppí hesthús og afmæli hjá Benedikt ætlum við að byrja að skreyta af einhverju ráði.
Hildur saumakona straujaði svo upp alla falda.. nennti ekki ekki að sauma... þvílík leti!
Jóladótið er komið út á gólf og í dag, eftir ferð uppí hesthús og afmæli hjá Benedikt ætlum við að byrja að skreyta af einhverju ráði.
föstudagur, desember 08, 2006
Festist í bók
Það er komið hádegi og ég var að skríða úr bólinu. Lenti í skemmtilegri aðstöðu í gær sem var reyndar mikill hluti af lífi mínu fyrir uþb 10 árum síðan... ég festist í bók! Ég gat ekki hætt að lesa hana fyrr en hún var búin. Og það var um þrjú þrjátíu í nótt, sem betur fer þurfti ég ekki að vakna í morgun og gat sofið þar til núna.
Ég tók bókina í Bókasafni Hafnarfjarðar og heitir hún A special relationship eftir Douglas Kennedy, ég hélt hún væri um annað en hún er.... en segjum að þegar ég var komin inn í 1/3 af bókinni var ég húkkt!
Byrjaði annars aðeins að skreyta í gærkveldi. Hinrik verður nú að fara að fá jólin inn á heimilið. Helgin er svo vel skipulögð með allskyns skemmtilegheitum fyrir Hinrik minn!
Ég tók bókina í Bókasafni Hafnarfjarðar og heitir hún A special relationship eftir Douglas Kennedy, ég hélt hún væri um annað en hún er.... en segjum að þegar ég var komin inn í 1/3 af bókinni var ég húkkt!
Byrjaði annars aðeins að skreyta í gærkveldi. Hinrik verður nú að fara að fá jólin inn á heimilið. Helgin er svo vel skipulögð með allskyns skemmtilegheitum fyrir Hinrik minn!
fimmtudagur, desember 07, 2006
blogglisti Arnars
Bara nokkrar línur til að halda mér í baráttunni um stað á blogglista Arnars.. sjá tengla hér hægra megin! Ég er alltaf í fjórða til fimmta sæti þó ég hafi bloggað á hverjum degi núna síðustu daga og ég verð barasta að fara að blogga tvisvar á dag til að reyna að skríða aðeins ofar! Narri minn klikkar ekki og óska ég honum líka til hamingju með framlengingu samnings síns við vinnuna sína... veit ekki hvort ég er einlæg í þeim hamingjuóskum samt hmmm.....
miðvikudagur, desember 06, 2006
Duddur og föndur
Í dag hefði Pabbi minn orðið 56 ára. Ég sakna hans þó nú séu fimm og hálft ár síðan hann dó, það er satt sem sagt er að tíminn læknar engin sár bara kennir manni að lifa með þeim.
Föndurnámskeiðið gekk svona líka rosalega vel og var mjög gaman að föndra með starfsmönnum Félagsmiðstöðva í Hafnarfirði sem eru sumir mínir fyrrverandi unglingar. Það var svo boðið uppá jólahlaðborð á eftir og ég náttúrulega át á mig gat!
Hinrik minn Leonard seldi duddurnar sínar í gær og er nú formlega hættur með duddu. Hann fór í Bykó og keypti sér fjórhjól rafmagnsdrifið og borgaði með duddunum og þegar hann langaði í duddu í gær benti ég honum á fjórhjólið og málið var dautt! Ótrúlegt hvað þetta gekk vel og hann svo stolltur af fjórhjólinu sínu.
Ég er búin að vera dugleg að búa til jólakort síðustu daga og er ég harðákveðin í því þessi jól að skrifa þau og senda.... hef ekki sent jólakort síðustu tvö ár vegna anna en núna ætla ég sem sagt að koma þeim út!
Föndurnámskeiðið gekk svona líka rosalega vel og var mjög gaman að föndra með starfsmönnum Félagsmiðstöðva í Hafnarfirði sem eru sumir mínir fyrrverandi unglingar. Það var svo boðið uppá jólahlaðborð á eftir og ég náttúrulega át á mig gat!
Hinrik minn Leonard seldi duddurnar sínar í gær og er nú formlega hættur með duddu. Hann fór í Bykó og keypti sér fjórhjól rafmagnsdrifið og borgaði með duddunum og þegar hann langaði í duddu í gær benti ég honum á fjórhjólið og málið var dautt! Ótrúlegt hvað þetta gekk vel og hann svo stolltur af fjórhjólinu sínu.
Ég er búin að vera dugleg að búa til jólakort síðustu daga og er ég harðákveðin í því þessi jól að skrifa þau og senda.... hef ekki sent jólakort síðustu tvö ár vegna anna en núna ætla ég sem sagt að koma þeim út!
þriðjudagur, desember 05, 2006
Óheppinn....?!
Jæja, þriðjudagur og jólin nálgast. Mikið er nú gott að vera komin á bíl í nokkra daga. Hemmi bró og Birna voru svo rausnarlega að lána okkur flotta bílinn sinn sem er reyndar til sölu og kann ég þeim bestu þakkir fyrir. Ég er að fara að föndra eftir hádegi og hlakkar mikið til.
Ég var að fara yfir síðustu vikur í huganum áðan og langaði til að deila því með ykkur:
Bíllinn bilaði...... lausn: fengum lánaðan bíl til að reyna að útrétta til að geta gert við bílinn okkar.
Það kviknaði í sjónvarpinu okkar..... lausn: Hrafnhildur vinkona lánaði okkur sitt vegna þess að tryggingar borga ekki sjónvarp ef það kviknar í hlutum inní því... bara ef það kviknar í öllu sjónvarpinu!
Sófinn brotnaði.... lausn: Bækur halda uppi brotinu, virkar fínt.
Heimasíminn dó.... lausn: keyptum nýjan síma í Elkó.
Svona til að taka þetta saman þá var heimasíminn orðin 10 ára þráðlaust tæki sem ég keypti ódýrt á Ítalíu þannig að við því var að búast. Sjónvarpið var 5 ára og algerlega óskiljanlegt að raftæki skuli ekki duga allavegana í 5 ár! Sófinn er 3 til 4 ára og er greinilega hönnunnargalli í honum og kennir manni að vera ekkert að kaupa dýra hluti í Ikea.. hann kostaði 86 þúsund á sínum tíma og er bara búin að skapa vandræði síðan hann kom til okkar. Ikea þurfti að láta okkur fá nýja púða í hann því púðarnir okkar voru orðnir eins og pulsur eftir nokkra mánuði.. hönnunnargalli þar á ferð líka.
Einhvernvegin siglir maður svo í gegnum þetta með bros á vör því lífið á Drekavöllum er yndislegt!
Ég var að fara yfir síðustu vikur í huganum áðan og langaði til að deila því með ykkur:
Bíllinn bilaði...... lausn: fengum lánaðan bíl til að reyna að útrétta til að geta gert við bílinn okkar.
Það kviknaði í sjónvarpinu okkar..... lausn: Hrafnhildur vinkona lánaði okkur sitt vegna þess að tryggingar borga ekki sjónvarp ef það kviknar í hlutum inní því... bara ef það kviknar í öllu sjónvarpinu!
Sófinn brotnaði.... lausn: Bækur halda uppi brotinu, virkar fínt.
Heimasíminn dó.... lausn: keyptum nýjan síma í Elkó.
Svona til að taka þetta saman þá var heimasíminn orðin 10 ára þráðlaust tæki sem ég keypti ódýrt á Ítalíu þannig að við því var að búast. Sjónvarpið var 5 ára og algerlega óskiljanlegt að raftæki skuli ekki duga allavegana í 5 ár! Sófinn er 3 til 4 ára og er greinilega hönnunnargalli í honum og kennir manni að vera ekkert að kaupa dýra hluti í Ikea.. hann kostaði 86 þúsund á sínum tíma og er bara búin að skapa vandræði síðan hann kom til okkar. Ikea þurfti að láta okkur fá nýja púða í hann því púðarnir okkar voru orðnir eins og pulsur eftir nokkra mánuði.. hönnunnargalli þar á ferð líka.
Einhvernvegin siglir maður svo í gegnum þetta með bros á vör því lífið á Drekavöllum er yndislegt!
mánudagur, desember 04, 2006
Jólaþorp og föndur
Jæja þá er ég búin að breyta útlitinu á þessu bloggi og á eftir að föndra svolítið meira eflaust. Skrapp í bæinn áðan og þegar ég kom aftur heim fékk ég yndislegt símtal frá ítalíu. Ég fór nefninlega með unglingahóp til Perugia fyrir 10 árum síðan og nú voru þeir að hringja í mig til að biðja mig um að skrifa í blað sem þeir eru að gefa út. Ég hef ekki heyrt í þessu yndislega fólki í mörg mörg ár og voru þau búin að leggja mikið á sig til að finna mig! Höfðu að lokum uppá henni Paolu sem ég leigði með í Róm og hún gat gefið þeim númerið mitt! Og nú þarf ég að skrifa grein í dag og senda mynd af mér. Þarf sennilega að biðja manninn minn að taka af mér góða mynd í kvöld til að láta fylgja með!
Ég og Birna hans Hemma bró vorum í jólaþorpinu alla helgina og seldum vörurnar okkar og heitt súkkulaði sem sló aldeilis í gegn. Það seldist svo mikið á laugardeginum að aðrir seljendur sáu gróðavon í súkkulaðinu og tóku upp sömu sölu og við á sunnudeginum! Ótrúlegt lið en okkar súkkulaði var náttúrulega best svo að við vorum glaðar. Það var svolítið erfitt að vera þarna á sunnudeginum þar sem ég var orðin svo þreytt í bumbunni en lét mig hafa það... við ætlum svo að vera aftur eftir tvær vikur 16. og 17. desember og vil ég endilega benda ykkur á að koma og gera góð kaup hjá okkur.
Þessi vika verður þá heldur rólegri en sú liðna hjá mér og þakka ég guði fyrir það. Bíllinn er enn bilaður og er Hemmi bró búin að lána okkur bílinn sinn núna í nokkra daga til að geta útrétt og reynt að laga litlu drusluna okkar. Ég er algerlega búin að fá nóg af strætó þó það sé ótrúlega gott að geta hoppað uppí vagninn hér fyrir utan!
Á morgun ætla ég að fara að kenna föndur í Gamla Bókasafninu og verður það örugglega voðagaman!
ps. ég sé að öll comment hafa dottið út við þessa uppfærslu... það er frekar leiðinlegt en ég nenni ekki að pæla í því núna.....
Ég og Birna hans Hemma bró vorum í jólaþorpinu alla helgina og seldum vörurnar okkar og heitt súkkulaði sem sló aldeilis í gegn. Það seldist svo mikið á laugardeginum að aðrir seljendur sáu gróðavon í súkkulaðinu og tóku upp sömu sölu og við á sunnudeginum! Ótrúlegt lið en okkar súkkulaði var náttúrulega best svo að við vorum glaðar. Það var svolítið erfitt að vera þarna á sunnudeginum þar sem ég var orðin svo þreytt í bumbunni en lét mig hafa það... við ætlum svo að vera aftur eftir tvær vikur 16. og 17. desember og vil ég endilega benda ykkur á að koma og gera góð kaup hjá okkur.
Þessi vika verður þá heldur rólegri en sú liðna hjá mér og þakka ég guði fyrir það. Bíllinn er enn bilaður og er Hemmi bró búin að lána okkur bílinn sinn núna í nokkra daga til að geta útrétt og reynt að laga litlu drusluna okkar. Ég er algerlega búin að fá nóg af strætó þó það sé ótrúlega gott að geta hoppað uppí vagninn hér fyrir utan!
Á morgun ætla ég að fara að kenna föndur í Gamla Bókasafninu og verður það örugglega voðagaman!
ps. ég sé að öll comment hafa dottið út við þessa uppfærslu... það er frekar leiðinlegt en ég nenni ekki að pæla í því núna.....
Uppfærsla
Var að uppfæra bloggið mitt og þarf að gefa mér tíma á eftir til að laga íslensku stafina.. ætla líka að gefa mér tíma til að blogga svolítið á eftir um helgina en núna verð ég að rjúka í bæinn!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)