þriðjudagur, desember 05, 2006

Óheppinn....?!

Jæja, þriðjudagur og jólin nálgast. Mikið er nú gott að vera komin á bíl í nokkra daga. Hemmi bró og Birna voru svo rausnarlega að lána okkur flotta bílinn sinn sem er reyndar til sölu og kann ég þeim bestu þakkir fyrir. Ég er að fara að föndra eftir hádegi og hlakkar mikið til.

Ég var að fara yfir síðustu vikur í huganum áðan og langaði til að deila því með ykkur:

Bíllinn bilaði...... lausn: fengum lánaðan bíl til að reyna að útrétta til að geta gert við bílinn okkar.

Það kviknaði í sjónvarpinu okkar..... lausn: Hrafnhildur vinkona lánaði okkur sitt vegna þess að tryggingar borga ekki sjónvarp ef það kviknar í hlutum inní því... bara ef það kviknar í öllu sjónvarpinu!

Sófinn brotnaði.... lausn: Bækur halda uppi brotinu, virkar fínt.

Heimasíminn dó.... lausn: keyptum nýjan síma í Elkó.

Svona til að taka þetta saman þá var heimasíminn orðin 10 ára þráðlaust tæki sem ég keypti ódýrt á Ítalíu þannig að við því var að búast. Sjónvarpið var 5 ára og algerlega óskiljanlegt að raftæki skuli ekki duga allavegana í 5 ár! Sófinn er 3 til 4 ára og er greinilega hönnunnargalli í honum og kennir manni að vera ekkert að kaupa dýra hluti í Ikea.. hann kostaði 86 þúsund á sínum tíma og er bara búin að skapa vandræði síðan hann kom til okkar. Ikea þurfti að láta okkur fá nýja púða í hann því púðarnir okkar voru orðnir eins og pulsur eftir nokkra mánuði.. hönnunnargalli þar á ferð líka.

Einhvernvegin siglir maður svo í gegnum þetta með bros á vör því lífið á Drekavöllum er yndislegt!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þvílík óheppni maður eins gott að þetta líði hjá. Ég hlakka til að sjá þig darling.Kem heim á föstudaginn. Flott nýja lúkkið á síðunni þinni
MEirin þín