fimmtudagur, desember 28, 2006

Bó og Alcan

Þó ég búi á Völlunum í Hafnarfirði sér Alcan sér ekki hag í því að gefa mér Bó diskinn. Ég hefði nú haldið að ég væri ein af þeim sem þeir sæu helst hag sinn í að múta. En hver veit kannski kemur Bó inn um lúguna hjá mér á morgun.

Talað er um að kosningar eigi að fara fram hér hjá Hafnfirðingum á næstunni... ég leyfi mér að fullyrða að hvernig sem kosningarnar fari þá mun álverið stækka.

Hananú

Engin ummæli: