laugardagur, desember 16, 2006

Jólabað

Jæja kæru vinir. Nú er ég komin 26 vikur á leið og festist í fyrsta skipti í baðinu! Sem betur fer var maðurinn minn heima til að rétta mér hjálparhönd. Annars gengur meðgangan vel, held áfram að léttast en barnið dafnar vel.

Nú á saumaskapurinn hug minn allann og er ég með fullt af nýjum húfum í Jólaþorpinu um helgina. Birna hans Hemma er með mér og bjóðum við uppá heitt Súkkulaði á 100 kr. bollann og kanilsnúð með á 50 kall. Frábær skemmtidagskrá verður um helgina og rosalega gaman að koma í svolítið jólaþorp til að koma sér í jólaskap. Húfurnar mínar og þæfðu hlutirnir hennar Birnu ættu svo að vera nóg aðdráttarafl útaf fyrir sig.

Ikea... hef heitið því að fara ekki aftur í Ikea fyrir jól.. helst ekkert aftur fyrr en í mars/apríl... mæli samt með hangikétinu hjá þeim... 590 krónur skammturinn og braggðast afbragggðsvel!!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gott að þið hafið það bærilegt. Ég væri alveg til í að skreppa suður bara til að koma í Jólaþorpið í Hafnarfirðinum. Því miður eru ekki fleiri ferðir áætlaðar á árinu.
knús Kata

P.s. Annars bý ég í jólakorti núna, í alvöru. Veðrið er geggjað.