miðvikudagur, desember 06, 2006

Duddur og föndur

Í dag hefði Pabbi minn orðið 56 ára. Ég sakna hans þó nú séu fimm og hálft ár síðan hann dó, það er satt sem sagt er að tíminn læknar engin sár bara kennir manni að lifa með þeim.

Föndurnámskeiðið gekk svona líka rosalega vel og var mjög gaman að föndra með starfsmönnum Félagsmiðstöðva í Hafnarfirði sem eru sumir mínir fyrrverandi unglingar. Það var svo boðið uppá jólahlaðborð á eftir og ég náttúrulega át á mig gat!

Hinrik minn Leonard seldi duddurnar sínar í gær og er nú formlega hættur með duddu. Hann fór í Bykó og keypti sér fjórhjól rafmagnsdrifið og borgaði með duddunum og þegar hann langaði í duddu í gær benti ég honum á fjórhjólið og málið var dautt! Ótrúlegt hvað þetta gekk vel og hann svo stolltur af fjórhjólinu sínu.

Ég er búin að vera dugleg að búa til jólakort síðustu daga og er ég harðákveðin í því þessi jól að skrifa þau og senda.... hef ekki sent jólakort síðustu tvö ár vegna anna en núna ætla ég sem sagt að koma þeim út!

1 ummæli:

BbulgroZ sagði...

Já tíminn líður Hildur mín, ekkert sést nú á okkur að hann gerir það hm... : ) bara allt í einu farin að vinna með fyrrverandi unglingum, drengurinn litli hættur að nota snuddu ofl...