mánudagur, desember 11, 2006

Örnin

Hallgrímsson komin til Íslands, horfði spennt í kvöld. Árni Pétur sló í gegn, frábær leikur hjá honum og virkilega framúrskarandi frammistaða. En hvað er þetta með Arnar Jóns og Margréti Vilhjálms...? Leikur þeirra var virkilega vondur, minnti mig á lélega ítalska seríu á Rai tre... ótrúlegt að þau skuli hafa verið valin í þessi hlutverk, ok Margrét var í algeru aukahlutverki en Arnar skipti máli og var hræðilegur. Hulda Björk Garðarsdóttir "Nágranninn" sló hins vegar í gegn!
Síðasti þáttur á sunnudaginn kemur, var búin að horfa á smá af honum á dr1 en hætti svo því ég skildi dönskuna ekki nógu vel... fannst þó flott í þeim þætti þegar Hallgrímsson fór í Ameríska sendiráðið... takið eftir því!

Engin ummæli: