laugardagur, desember 09, 2006

Stripplarar

Komin 9. desember og jólaskapið er að taka völdin. Við fjölskyldan fórum í Ikea í gær og keyptum gardínur. Komumst nefninlega að því eftir að 6 vikna búsetu hér á Drekavöllum 20 að það sést í gegnum gardínurnar í stofunni og eldhúsinu!! Erum nú í rólegheitum að fara yfir aðgerðir okkar, hvort við höfum mikið verið að stripplast í stofunni?!... Höldum ekki en vitum þá að the show is over now fyrir Drekavelli 22!

Hildur saumakona straujaði svo upp alla falda.. nennti ekki ekki að sauma... þvílík leti!

Jóladótið er komið út á gólf og í dag, eftir ferð uppí hesthús og afmæli hjá Benedikt ætlum við að byrja að skreyta af einhverju ráði.

2 ummæli:

BbulgroZ sagði...

Kannast við þetta á minu heimili líka, hér eru gardínur úr bambus eða eitthvað álíka til að kovera útsýni, en tók svo eftir því að þegar það er myrkur úti (sem er einmitt núna allann sólahringinnn) þá sést hér inn eins og það séu enginn gluggatjöl : )

Hildurina sagði...

Já Ingó var búin að saka mig um að vera paranoijuð þegar ég fór að benda á þetta... svo þegar ég fór bakvið hús, horfði inn um gluggann og hringdi í hann og lýsti því sem hann var að gera fór hann náttúrulega í kleinu hehehe