miðvikudagur, desember 20, 2006

Jólaknús og kossar

Júhú... búin að skrifa jólakortin, kaupa allar gjafir nema 2 og er á leið út að kaupa jólaskó á prinsinn á heimilinu.

Það er svo gaman á aðventunni, en maður verður að passa sig á því sem maður tekur að sér. Á ekki alltaf að vera að segja já og vera svo að kafna af því að hlutirnir eru svo erfiðir eða taka of langan tíma! Verð að muna þetta!

Búin að vera að sauma í allan dag. Það verður gaman að setja myndir hér inn af jólagjöfinni í ár en má ekki gera það fyrr en eftir aðfangadag.

Jólaknús og kossar!

1 ummæli:

BbulgroZ sagði...

Sömuleiðis Hildurina, gleðileg jól : )