mánudagur, desember 18, 2006

Mánudagur

Vaknaði seint í dag.. hálf ellefu og kastaði upp. Mátti ekkert vera að því var heppinn að ná á klósettið. Ekki gaman :(

Ætla að vera heima í dag að sauma jólagjafir. Minna en vika til jóla og mér finnst gott að vera ekki að vinna á þessum tíma. Í fyrra var ég á fullu í Óperunni og líka í búðinni, var fínn tími en ég er glöð að vera ekki í því núna.

Jólaþorpið var tvíbent um helgina. Ógeðslega kallt á laugardaginn og sumir sögðu að það væri 10 stiga frost! Mér var svo kallt að ég hélt ég myndi frjósa. Ingó tók við afgreiðslunni og ég fór til Steinu, Villi kom svo með kraftgalla af Agnesi og þau hjónakorn björguðu lífi mínu. Í gær var svo jólaveður. Hitastig við frostmark og snjókorn féllu ljúflega til jarðar. Ákvað að leggja þessa mynd á minnið þar sem ekki er gert ráð fyrir meira jólaveðri fyrir jól. Fólk var í jólagjafaskapi og verslun gekk vel.

Jæja ef Guð lofar næ ég að klára jólakortin í dag líka.

Engin ummæli: