föstudagur, desember 08, 2006

Festist í bók

Það er komið hádegi og ég var að skríða úr bólinu. Lenti í skemmtilegri aðstöðu í gær sem var reyndar mikill hluti af lífi mínu fyrir uþb 10 árum síðan... ég festist í bók! Ég gat ekki hætt að lesa hana fyrr en hún var búin. Og það var um þrjú þrjátíu í nótt, sem betur fer þurfti ég ekki að vakna í morgun og gat sofið þar til núna.

Ég tók bókina í Bókasafni Hafnarfjarðar og heitir hún A special relationship eftir Douglas Kennedy, ég hélt hún væri um annað en hún er.... en segjum að þegar ég var komin inn í 1/3 af bókinni var ég húkkt!

Byrjaði annars aðeins að skreyta í gærkveldi. Hinrik verður nú að fara að fá jólin inn á heimilið. Helgin er svo vel skipulögð með allskyns skemmtilegheitum fyrir Hinrik minn!

Engin ummæli: