laugardagur, desember 30, 2006

Áramótin nálgast.

Næst síðasti dagur ársins og mikið hafa þessi jól verið yndisleg. Erum öll búin að snúa sólarhringnum við og Hinrik vaknar ekki fyrr en um ellefu og reynir þá að koma foreldrunum fram úr rúminu. Finnst samt hrikalegt að allt sé búið annan janúar. Mætti vera einn svona aukadagur til að jafna sig á átinu.
Ingólfur fékk playstation2 frá mér í jólagjöf. Hann er að setja upp tölvuna núna og á ég ekki von á að sjá hann mikið fyrr en á nýju ári!
Á morgun verðum við í faðmi fjölskyldunnar á Hverfisgötunni og hlakka ég mikið til að sjá áramótin sprengd inn.
Er ekkert rosaspennt fyrir áramótaskaupinu nema því að sjá hann Gísla Pétur bróður hann er í nokkrum atriðum.
Og svo nýja árið... spennandi! Veit ekkert hvað ég geri þegar fæðingarorlof verður búið en veit að fullt af nýjum tækifærum munu opnast!

Ég skrifaði Alcan og spurði út í Bó... fékk strax svar frá upplýsingafulltrúa þeirra og diskurinn var sendur með hraði til mín! Veit ekki hvort ég opni hann en kannski gef ég vinum í útlöndum!

Engin ummæli: