mánudagur, desember 04, 2006

Jólaþorp og föndur

Jæja þá er ég búin að breyta útlitinu á þessu bloggi og á eftir að föndra svolítið meira eflaust. Skrapp í bæinn áðan og þegar ég kom aftur heim fékk ég yndislegt símtal frá ítalíu. Ég fór nefninlega með unglingahóp til Perugia fyrir 10 árum síðan og nú voru þeir að hringja í mig til að biðja mig um að skrifa í blað sem þeir eru að gefa út. Ég hef ekki heyrt í þessu yndislega fólki í mörg mörg ár og voru þau búin að leggja mikið á sig til að finna mig! Höfðu að lokum uppá henni Paolu sem ég leigði með í Róm og hún gat gefið þeim númerið mitt! Og nú þarf ég að skrifa grein í dag og senda mynd af mér. Þarf sennilega að biðja manninn minn að taka af mér góða mynd í kvöld til að láta fylgja með!

Ég og Birna hans Hemma bró vorum í jólaþorpinu alla helgina og seldum vörurnar okkar og heitt súkkulaði sem sló aldeilis í gegn. Það seldist svo mikið á laugardeginum að aðrir seljendur sáu gróðavon í súkkulaðinu og tóku upp sömu sölu og við á sunnudeginum! Ótrúlegt lið en okkar súkkulaði var náttúrulega best svo að við vorum glaðar. Það var svolítið erfitt að vera þarna á sunnudeginum þar sem ég var orðin svo þreytt í bumbunni en lét mig hafa það... við ætlum svo að vera aftur eftir tvær vikur 16. og 17. desember og vil ég endilega benda ykkur á að koma og gera góð kaup hjá okkur.

Þessi vika verður þá heldur rólegri en sú liðna hjá mér og þakka ég guði fyrir það. Bíllinn er enn bilaður og er Hemmi bró búin að lána okkur bílinn sinn núna í nokkra daga til að geta útrétt og reynt að laga litlu drusluna okkar. Ég er algerlega búin að fá nóg af strætó þó það sé ótrúlega gott að geta hoppað uppí vagninn hér fyrir utan!

Á morgun ætla ég að fara að kenna föndur í Gamla Bókasafninu og verður það örugglega voðagaman!

ps. ég sé að öll comment hafa dottið út við þessa uppfærslu... það er frekar leiðinlegt en ég nenni ekki að pæla í því núna.....

2 ummæli:

Hildurina sagði...

bara að athuga hvort þetta virki..

BbulgroZ sagði...

Hey Hildur, þetta er bara miklu læsilegra en hin síðan, til hamingju með það : )